Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 25

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 25
Akurinn. (Acla Archeol. 1957, bls. 194) óskemmd og mjög fagur gripur (mynd nr. 9). Nælan er í Urnes-stíl og gæti verið frá miðri 11. öld. Kemur það vel heim við aldur peninganna. Vestanhallt við hæðarkambinn á norðursvæðinu eru leifar af sérkenni- legum vegi, sem hefur legið um þorp- ið frá suðvestri til norðausturs. Hann er lagður löngum staurum í botninn, hvíla þeir á þverbitum og bitarnir aftur á trébálkum á vegarbrúnunum. Samskonar smíðaðar götur þekkjast úr hinum fornu kauptúnum Steller- burg og Heiðbý. Báðum megin göt- unnar eru gryfjur með leifurn eld- stæða. Og um allt ofangreint svæði fundust grunnar, um C til 20 fermetr- ar, með holum eftir stólpa. í grunn- unum lágu lausir munir, og ber mest á kljásteinum og snældum. Nokkur DAGSKRÁ leirkerabrot bera með sér, að hús- kytjur liafi verið reistar þarna á 8. og 9. öld. Þær voru bersýnilega skýli yfir vefstóla, og þekkjast slík skýli frá miðaldakaupstöðum í Þýzkalandi og Englandi. Loks tíðkaðist á Islandi á þjóðveldistímanum að vefa í dyngj- um, en það voru lágreistir, niður- grafnir torfgammar. Þorpsbúar hafa og kunnað eitthvað til málmsteypu, því í þessu dóti á norðursvæðinu lá brot af steypimóti fyrir bronznælur. Bvggðin á Lindholm Höje er í rauninni nafnlaus, því sjálft nafn hæð- arinnar virðist ekki vera gamalt. Það kemur fyrir í fyrsta sinn á 13. öld, en þá eftirlét konungur „eign sína Lindholm“ klaustrinu Vitskol. Hafi staðið þarna mikils háttar kaupstað- ur á yngri járnöldinni, ætti hans a.m.k. 23

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.