Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 29
veit ég er grimm, en hvað þýðir að vera
með velgjuskap í lífinu?
GUNNL. Ég ski!...
Þögn.
Þú vilt setjast um kyrrt, hérna, undir-
eins ... En gættu l>ín: þú veist ekki leng-
ur hver ég er .. .
Hann gengur hratl jramfyrir bar-
borðið, horlir á spegilinn.
Ég er orðinn gamall Helga, gamall! .. .
Hann snýr sér að henni.
Færi mér ekki vel að hafa hærur, hor í
nefi, og rauða hvarma? ... Svo mundi ég
benda á hækjukallinn og segja roggnum
róini: ennþá geng ég þó staflaust! ... Og
ég sé vel á bók! .. . Heyrnin ha?..
Jújú, ég heyri enn til sjálfs mín, svona
nokkurneginn . . . (hrópar) Ég trúi ekki
lengur lyginni!
Helga rís á fcetur, óttaslegin.
HEI.GA. Hvað gengur eiginlega að þér?
GUNNL. (snýr sér undan, hendur fyrir andlit)
Ég er staddur í völundarhúsi Helga, og ég
bið þig: biddu mín fyrir utan þangað til
ég kem út... (harðari) Ef það verður ekki
fyrir veturinn hefurðu einskis að sakna.
HELGA. Æi, nú hefurðu gert mig dapra einu
sinni enn .. .
MYRKUR.
1. þáttur,
3. atriði,
ALÞJÓÐ, BLAÐ FRAMFARASINNA
SPURÐI í MORGUN: HVER VILL Á-
BYRGJAST KAPÍTALIÐr ENDA ÞÓTT
FÁIR SÉU STADDIR Á TORGI KVÖLDS-
INS BÓLAR ÞAR SAMT Á ANNARRI
SPURNINGU: ER RÉTTLÆTI HUGAR-
BURÐUR?
Gangstéttin.
Maður í svörtum jrakka. með svartan
kollháan hatt og hvita hanska, staf,
og vindil í munni, stendur hjá Ijósa-
staur. Illugi, faðir Gunnlaugs, kemur
án þess að sjá hann og hraðar sér,
hlaðinn niðursuðuvörum, upp tröpp-
urnar ... Maðurinn lyftir stafnum.
ILLUGI. Hver þar?
MAÐURINN. (blæs frá sér vindilstroku) Það
er nú ég Ulugi: gamall vinur.
lUugi snýr sér að honum.
ILLUGI. Ásbjörn!
Eftir öll þessi ár! .. Og þú ávarpar mig! ..
ÁSBJÖRN. Þarf ég að biðjast afsökunar?
ILLUGI. Þú ...
Hann hlœr.
Þú, hinn mikli, sjálfgerði, margkrossaði
blaðamatur vegna innihaldsríkrar um-
hyggju um almúgann í landinu, árlegur
merkisafmælismaður, sæll af happaglöpp-
um og eiginrammleik, með augun síopin í
turni ofar fjöllunum, og hjartað ötult í
hreyfli fjölþættrar verksmiðju ...
ÁSBJÖRN. Þetta er nóg!
ILLUGI. Og ég, hérna á tröppunum mínum,
með dósir... Það væri nú skárra ef þú
þyrftir að biðjast afsökunar!
ÁSBJÖRN. Ja ég er nú samt kominn til að
biðja þig afsökunar. .. Ég veit bara ekki
hvort ég hef nokkurn rétt til þess .. . Við
ógum salt, sjáðu til, í kompaníinu . .. Við
gættum þess lengi að halda balansinum, og
okkur tókst það, með herkjum að vísu, því
ég var hæfileikameiri ... Var það mér að
kenna að þú fórst niður en ég upp? ...
Þögn. Hann horfir fram.
Undarlegt! ... Síðan ég frétti þú værir las-
inn hefur þetta sótt dálítið á mig ... Eink-
um á kvöldin sko af því þá er ég einn ...
Samviskan, hchehe, samviskan er nú alltaf
dálítið...
ILLUGI. Það er hláttáfram fallegt af þér Ás-
björn minn, að muna eftir mér svona undir
lokin, og hjartnæmt að þú skulir eyða áríð-
andi kvöldi í að veita mér nábjargirnar ...
En gáðu að: menn deyja aðeins einu
sinni .. . Eða hefurðu gleymt því að ég á
son?
ÁSBJÖRN. Enga beiskju Illugi! . .. Engar
ávirðingar! ... Ég kem til þín einsog jafn-
ingi ...
Hann horfir fram.
Hví getur ríkur maður ekki talað við fá-
tækan mann? Stendur nokkur nær hjarta
sigurvegarans en einmitt hinn sigraði? . ..
Meðölin gilda einu: sigur er sigur ... Sá
sem kemst upp hlýtur að hafa réttinn, ann-
ars kæmist hann ekki upp ... Trúirðu ekki
á guðlega forsjón? ... Utí náttúrunni, þeg-
ar úlfur ræðst á saklaust Iambið og klippir
sundur hálsæðarnar í einum skelli ... ja
DAGSKRA
27