Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 33
skrif eiga að lánast.) En hitt vil ég
leyfa mér að efast um að ekki finnist
hér markaður eða áhugi fyrir þessari
grein bókmennta. Ég hehl einmitt að
greinar og ritgerðir um bókmenntir á
almennum grundvelli gætu orðið bók-
fúsum mönnum hið mesta hnoss, og
meðal annars gætu þær orðið til að
skýra margt um eðli, tilgang og innri
rök hinna yngri bókmennta okkar
sem umdeildastar liafa vcrið á síðustu
árum. Sá hefur einmitt verið tilgang-
ur þessarar síðustu árbókar, og því
er þetta rifjað upp að mér finnst að
þar sé alltof óvíða lagzt djúpt eða
settar fram skoðanir á þessum mál-
um sem verulegur fengur er að, en
alltof oft látið vaða á súðum og rnest
hjalað um þau mál er minnstu skipta.
I einni greininni í Arbók ,58 koma
fram ummæli sem mér sýnast svo
athyglisverð að ég leyfi mér að
tilfæra þau hér. iNIatthías Johannes-
sen segir í Bréfi til Árbókar: ,,Og ég
hef alls engan áhuga á því að nefn-
ast skáld á nútímaíslenzku. Það orð
hefur glatað sinni u])prunalegu feg-
urð og merkir einna helzt í minni vit-
und: vikapiltur — ef ekki fyrir sjálf-
an sig þá einhverja pólitíska ofstæk-
isstefnu eða eitthvað ennþá órnerki-
legra. Svo djúpt erum við sokknir, svo
langt erum við leiddir í þessari
grimmu veröld haturs og bræðravíga
að fegursta orð tungunnar er eins og
umskiptingur í gamalli þjóðsögu.1'
Skyld hugsun kemur fram hjá Sigurði
Þórarinssyni í ritdómi á öðrum stað
í þessu riti þótt ekki sé jafn langt
gengið. Hann ræðir um ungt og efni-
legt ljóðskáld og segir síðan að slíkt
orð verði ekki haft „um einn af tíu,
DAGSKRÁ
sem gefa út ljóðabók í þessu landi
og kallast skáld á eftir. Það hvarfl-
ar stundum að manni, að ekki veitti
af að lögvernda heitið skáld.“
Sízt vildi ég gera þessum mætu
mönnum upp skoðanir eða bera þeim
á brýn hatur á skáldskap. En um-
mæli þeirra tek ég hér upp vegna þess
að mér virðast þau geta þjón-
að sem nokkurt dæmi um við-
horf allmargra til ungra skálda —
og jafnvel ungra lista yfirleitt: þeir
ungir menn er skáldheiti hefur af ein-
hverjum ástæðum festst við séu yfir-
leitt heldur ómerkilegir mannskrattar
og skömm að þeim víðast hvar, verk
þeirra jafnvel enn leiðinlegri en sjálf-
ir þeir, og bezt að öll hersingin væri
komin út í eitthvert geirfuglaskerið
með öll sín atómljóð svo að heiðar-
legir menn fengju að vera í friði með
sinn bissniss.
Ekki veit ég hversu útbreitt þetta
viðhorf er, en óneitanlega verður
áþekkra skoðana furðuvíða vart, og
kæruleysi alls þorra manna gagnvart
verkum ungra skálda er mcð fádæm-
um. Að vísu má hafa það yfir sér til
huggunar að allur góöur skáldskapur
finni fyrr eða síðar lciðina lil lesenda
og ekki skipti meginmáli hvort það
verði í dag eða á morgun. En vinni
það viðhorf er hér hefur verið lýst út-
breiðslu meðal alls almennings er það
þar mcð orðið stórhættulegt. Ég býst
ekki við að nokkur telji í fnllri alvöru
íslandi mestan hag í því að hér legg-
ist niður bókmenntaiðja í framtíð-
inni. En maður hefur fullt leyfi til að
spyrja hver verði framtíð íslenzkra
bókmennta ef allur almenningur tek-
ur verkum ungra skálda aðeins með
31