Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 41

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 41
Álmasveigi llmarinen œtlar hún að jaxla í tætlur. Örninn vaski veiðigjarni vœngjateitur bráðar leitar. Hreisturgeddu höndla freistar Heljarfljóts úr löðuréljum. Fiskur dregur fuglinn vaska í feiknadjúpið stórra teikna. Úr kafi pessu hann sig hefur, hefur sig úr djúpu kafi ataður leiri. Árbotn seyrinn auri litaði vatnið tœra. Loftið klýfur seiðfugl, svífur, síðan aftur preytir stríðið, annarri geddu kló í kinnar krækir fast og ákaft sœkir. Hinni pétt um kaldan klettinn klónni grípur, efstu nýpu. Hnyklcjast á og ólmir rykkjast örn og fiskur, laust við miskunn. Losnar kló af kletti frosnum, kemst úr háska vatnaskrímslið. Kafar gedda í kólguhafið, klónum rispuð hylst í sjónum. Örninn frár með koparklœrnar knýst um fast á vöstum, röstum. Vœngjum undan elding slöngvar, augun skjóta vöndum loga. Örninn frár með koparklærnar krafsar geddu úr djúpi hafsins pakta skél með pykkri hvelju, prífur geddu úr hrannadrífu.

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.