Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Side 43

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Side 43
Agnar Mykle: að næturþeli Shaw á að hafa sagt, að við lærum ekkert af reynslu okkar. A að hafa sagt? En þá er það bara orðrómur. Ég hef lært af reynslu minni. Eg get meira að segja sannað það. Héð- an í frá hef ég fyrir sið að slökkva alltaf á les- lampanum, áður en ég dreg gluggatjaldið frá og opna fyrir nóttina. Þannig er mál með vexti: Ef ég stend um nótt við opinn glugga á nátt- fötunum (á sumrin er ég aðeins í náttjakk- anum), og cf ljósið skín á mig, þá getur fólk glápt á mig. Það kann að vera fólkinu að kenna, sem glápir. En get ég eiginlega álasað fólki, þó að það leggi saman tvo og tvo, þeg- ar svo stendur á? Áfellzt menn fyrir að segja aha! og vera fljótir að draga álykt- anir? Asakað landa mína Norðmenn fyrir að vera áhuganjósnarar? Nei, nei, fólk getur fund- ið mér eitt og annað til foráttu, en ekki það, að ég sé haldinn nektarsýki. Allt annað, aðeins ekki það. Ég er farinn að geta horft á sjálfan mig með annarra augum. Eins og það sé ekki nógu þungbært að sjá sig með sínum eigin augum. En við skulum samt vona að slík var- færni sé aðeins millibilsástand. Já, það skul- um við vona. Hvar er ég? Við gluggann. Sumarnótt. Snemma í ágúst, þroskað sumar, þungað sum- ar, dimmt sumar, þungt sumar. Klukkan tvö um nótt. Það er alkyrrt, steinhljótt. Ég stend við gluggann og anda að mér sumarnóttinni. Það er dimmt í herberginu. Það cr ilmur af nýslegnu grasi, döggvotu grasi, ilmur úr runna, sem vekur fjarlæga minningu um stúlku sem liggur á vangann og hvílir í grasbrekku um sumarnótt, varla hársbreidd frá andliti mínu, stúlkuvangi í grashreiðri síð- sumarnætur; en ég skal ekki fara út í smá- atriði, allir vita, hvernig stúlkuaugu eru, þeg- ar þau eru vot. Ég geispa og er of syfjaður til að muna meira. Ég dreg upp klukkuna og opna gluggann. Ég hef mátulega rifu á honum svo að loftið komist inn meðan ég sef. Svo dreg ég gluggatjaldið fyrir. Það sést svo lítið í gluggann, að ég fæ ekki morgunsólina fram- an í mig. Skyndilega fer um mig hrollur, enda þótt snmarnóttin sé hlý. Ég hugsa: Sólin mun \æntanlega koma upp á morgun? Alveg áreið- anlega? „A þessari nóttu ...“ Gamla vandamál- ið, hin eilífa ógnun. En rísi sólin ekki af sjálfs- dáðum, þá ætla ég að seiða liana upp. Syngja hana upp. Æpa, ef þörf krefur, svo að hún hrökkvi upp á himininn. Lélegur rithöfundur að öðrum kosfi. Ég geng berfættur að rúminu. Ég er mjög þreyttur. Ég á skilið að sofa vel í nótt. I dimmunni greini ég rúmið mitt. Sængin er brett upp, lakið er hvítt. Klukkan tvö að nóttu til. Þcgar ég er þreyttur, þykir mér ekki eins vænt um neitt og rúmið mitt. Ég lygni aftur augunum af einskærri tilhlökk- un. Að teygja úr sér, loka augunum, að hverfa inn í þann draitmheim sem opnast á mótum svefns og vöku, þar sem sýnirnar verða til, þá stund af eilífð, þegar maður er sannur snill- ingur og ræðir tim hernaðarlist við Napoleon og um himna við Swedenborg og setur þá í vanda og dettur ekki í hug að skrifa upp sani- tölin — og síðan svefninn. Næturdauðinn. Svefn er endurlausn, að geta sloppið úr hami sínum án þess að nokkur sjái, hverfa frá sjálf- um sér, svefn er sjö tímar með guði. Allt í einu stanza ég í miðju skrefi. Það hafði sigið á mig höfgi. Vitund mín var eins og þungur vatnsdropi, að því kominn að falla úr krana. Allt í einu sogast dropinn aftur upp í kranann, ég er glaðvakandi. Eg stend þarna allur á varðbergi. Eg hef heyrt í óvininum. DAGSKRA 41

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.