Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Qupperneq 46

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Qupperneq 46
í beinum manna. En í þetta sinn eru átökin milli manns og mýflugu. Mýflugan hefur fund- ið lyktina af heitu laeri mínu. Ég hef fundið lífsþ- rsta hennar. Skyndilega vcrð ég þrung- inn lífsorku. Mýfluga og læri, líf og dauði, samræði og blóð, ástríðan ólgar í hálsi mínum. Ég reikna út fjarlægðina. Ég hugsa mér bogann, sem höndin á að fara í loftinu, ég miða. Augnabliks hik, sigurinn er vís, ég finn til mcðaumkunar. Og hefði ég nú verið hald- inn tilfinningasemi, eins og stundum kom fyr- ir, cn |)á aumkaði ég allar lífverur jarðarinn- ar, af því að ég vorkenndi sjálfum mér — þá hefði ég getað rétt þessari litlu guðs veru sátt- arhönd og látið hana drekka nægju sína af blóði mínu. Ég hefði jafnvel viknað og orðið hrærður yfir fórnfýsi minni. (Það er leynd ósk margs fólks að fá að gefa blóð, því að þá fyndi það tilgang í lífi sínu.) En ekki núna. Nú er ég kominn vel á veg með að finna til- gang í sjálfum mér. Nú lifi ég í ástríðuþrungn- um heimi. Ég virði fyrir mér óvininn án nokkurrar til- finningasemi. Hjarta mitt berst ákaft. Ég reiði til höggs með flötum lófa. I'að hreif. Mýflug- an var danðadæmd. Á eftir mer ég hana og það kcmur dökk rák á koddaverið. Ég ætla að rifna af ánægju. Ég sting koddanum upp í mig til að vekja ekki fólk í húsinu með hamslausum lilátri mínum. Éftir alla þessa óþolandi bið tókst mér að tæla óvininn fram úr fylgsni sínu. Mér tókst að sjá hann. (Ég gaf mér nægan tíma. Svo sló ég). Með hugsun minni og hugar- ró bar ég hann ofurliði, ég marði hann, og eftir varð duftrák á koddavcrinu. Ég cr að kafna af kæti, ég hósta koddanum út úr mér, ég slekk Ijósið og leggst fyrjr, ég hjúfra mig niður í rúmið, ég vef sjálfan mig örmum, ég legg aftur augun og vcit ekki mun góðs og ills, ég sofna í sigurvímu. Ekkert í veröldinni jafnast á við að sigra óvin að næturþeli. Ég vakna næsta morgun. Ég depla augunum, mér líður vel. Ég geispa út í sólskinið. Ég gnvðja og klóra mér. Ég klóra mér aftur. Ég lít á úlnliðinn á mér. AIIs taldi ég sex mýstungur. Þrjár stórar á öðr- um framhandleggnum, tvær minni á hinum. Og eina gríðarstúra á enninu. Jón Eiríksson þýddi. AGNAR MYKLE er norðmaður, íœddur 1915. Fyrsta skáldsaga hans, Tyven, tyven skal du hete, kom út 1950 og hlaut sœmilegar viðtökur. Stðan hefur Mykle getið sér allmikinn orðs- tír fyrir skáldsagnabálk sinn um Ask Burlefot, og eru tveir hlutar þess verks komnir út, Lasso rundt fru Lutta og Sangen om den röde rubin. Eins og kunnugt er varð síðari bókin tilefm sögu- legra réltarhalda í Noregi er Mykle var ákcerður fyrir klám og þess krafizt að bókin yrði bönn- uð. Urðu þessi réttarhöld honum hin mesta auglýsing heima fyrir og erlendis og vöktu bergmál í blaðaskrifum og rildeilum víða um lönd, þar á meðal hér á landi. Málinu gegn Mykle lauk með því að Itann var með öllu sýknaður fyrir hcestarétti Noregs. Þessar bœkur Mykles hafa verið þýddar allvíða og hvarvelna hlotið góðar viðtökur; hin fyrri þeirra, Frú Lúna í snörunni, hefur komið út á tslenzku í þýðingu Jóhannesar úr Kötlum. Auk þessa Itefur Agnar Mykle gefið út þrjú smásagnasöfn, kom hið síðasta út nú í haust og nefnist Men jeg forst&r mig pá mirakler. 44 DAGSKRA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.