Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 53

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Blaðsíða 53
þó ekki afar mikill, ef með „búningi" er átt við það, sem eitt á í orðinu að felast, ytra gervi, uppsetningu, pappír, band o.s.frv. Nokk- ur vandi, sem hér hefur verið giftusamlega leystur, eins og þegar er sagt. En það er ekki búningsbreyting, þegar útgefandi tekur sér fyrir að laga, leiðrétta, breyta texta, það er eitthvað allt annað, og fúslega skal það ját- að, að sá tekst mikinn vanda á hendur, sem út í slíkt leggur. Útgefandi hefur að sjálf- sögðu leiðrétt augljósar prentvillur fyrri út- gáfunnar, svo og minnisglöp, svo sem þegar stendur vestan fyrir austan (sem reyndar get- ur líka verið prentvilla). Að mínum dómi hefði hann átt að láta hér við sitja og „leið- rétta“ ekki fleira. En það er ekki hans sjón- armið. Hann breytir t. d. víðirlaut í víðilaut og jiskiveiðar í jiskveiðar og gígir í gígar, af því að liann telur það „réttara" og enn frem- ur breytir hann orðasambandi eins og áin leggur í ána leggur og segir að hér sé um að ræða „augljós pennaglöp“ hjá Thoroddsen. Ogurlegur misskilningur er þetta. Auðvitað hefur þetta verið mælt mál hans og allrar þjóðarinnar og er það enn að miklu leyti. Nei, þetta eru ekki pennaglöp, heldur eðlilegt mál manns, sem er að skrifa vegna málefnis en ekki málsins, skrifar eins og honum er eðli- legt, skýrt, náttúrlega, tilgerðarlaust og veit ekki til þess að hann eigi yfir höfði sér að verða tekinn upp á gagnfræðaprófi framar. Ég kann illa við allar þessar „leiðréttingar“ og illa falla mér líka staðarnafnabreytingar eða leiðréttingar, og rangt er að breyta Hall- t rmsstaðaskógur í Hallormsstaðarskógur, enda þótt bærinn heiti nú Hallormsstaður. I önd- verðu hét hann vitanlega Hallormsstaðir, og eftir honum skógurinn, síðar breyttist bæjar- nafnið, eftir að þar varð kirkjustaður, en nafn skógarins hefur ekki þar fyrir breytzt og er Hallormsstaðaskógur enn þann dag í dag að réttu lagi. Útgefandi segir raunar, að breyting hans orki tvímælis. Það finnst mér ekki, hana átti tvímælalaust ekki að gera. Ef til vill má segja, að leiðréttingar útgef- andans rýri ekki lestrargildi þessarar útgáfu, og það skal þakkað, að hann skýrir samvizku- samlega frá breytingunum. En ég tel þetta rangt grundvallarsjónarmið við endurúgáfu á klassísku verki. Ég tel, að í texta hefði átt að leiðrétta prentvillttr fyrri útgáfunnar og ekk- ert annað. Að mínum dómi hefði öllum að- iljum verið bezt gert með þessu móti. Hitt er DAGSKRÁ annað mál, að útgefanda er heimilt að gera sínar athugasemdir aftanmáls og raunar meira en heimilt. Slíkar athugasemdir geta verið hin mesta bókarbót, bæði fyllri skýringar einstakra atriða, leiðréttingar þar sem efnislega er rangt með farið, tilvísanir til nýrra rannsókna o.s.frv. Nokkuð er af slíkum athugasemdum í nýju útgáfunni, en hefði mátt vera meira, og skal þó játað, að æra mætti óstöðugan að vitna til nýrra rannsókna um hvað eina. Nú skal staðar numið og hlutaðeigendum þakkað þetta útgáfustarf. En ekki fleiri skóla- leiðréttingar á Þorvaldi Thoroddsen. Við les- endur eigum heimtingu á að sjá villur hans og viljum ekki láta skemma þær með leið- réttingum. Kristján Eldjárn. Rammur kostakvistur Sjáljsœvisaga Björns Eysteinssonar. Björn Þorsteinsson bjó til ■prentunar. Bókaútgájan Norðri, Reykjavik, 1958. Við lestur þessarar bókar kom mér í hug melgrassskúfurinn harði, sem Jón Helgason skáld cg prófesssor segir sér vera meira í hug en sólvermd suðræn blóm, sem dekrað er við í hlýjum garði. I bókmenntunum er mikið til af slíkum dekurblómum, mikil ósköp, næstum því allar bækur eru eins konar garðagróður, sem garðyrkjumennirnir stjana og dekra við eftir beztu getu og vonast eftir þeirri umbun síns eifiðis að einn góðan veðurdag muni blómið onna fagra krónu sína og brosa við heiminum, sem ekki lætur þá á sér standa að votta því og fóstra þess lotningu. En þessi draumsýn rætist bara svo sára sjaldan. Flestir garðyrkjumann- anna verða að sætta sig við það, að blóm- laukar þeirra verði ekki nema í bezta lagi áburður í þann jarðveg, þar sem skrautjurtir hinna fáu útvöldu vaxa og ná þroska. Allar hinar stærstu bókmenntir eru vitanlega árang- ur langrar ræktunar. Það þarf ræktaðan þjóð- arjarðveg, til þess að frábærir einstaklingar nái hinum fyllsta þroska. Flestar bækur, sem við lesum, eru misjafnlega vel heppnuð rækt- unarstörf af þessu tagi. Og um þetta er ekki nema gott að segja, þótt maður óskaði þess stundum, að sumir létu blómin sín deyja "( garðholunni sinni í stað þess að fara með þau á markaðinn. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.