Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Qupperneq 58
Þessi ummæli ber aff skilja einkum sem
hrós. Nokkur smáljóðanna eru að mínum
smekk undur falleg. Ég nefni sem dæmi ljóðið
Af |)ví að sorgin kom og mun koma og ann-
að, er nefnsit Dagurinn Iíður. Og fyrir bregð-
ur í bók þessari ljóðum, dæmi: Djúp eru vötn-
in, I þessum húsum og Tvö hús á jörðu, sem
bera vott um vaxandi þrótt og sýna, að höf-
undur þeirra unir sér ekki alltaf í fílabeins-
turni. Hann skynjar næmu skáldskyni hvað cr
að gerast í kringum hann.
Fátt vekur mér meiri unað en tær og hrein
lýrikk, en þó á ég auðvelt með að skilja sænska
ljóðskáldið Stig Carlsson, er hann í nýlega
ortri hvatningu til ungra sænskra Ijóðskálda
segir (í lauslegri þýðingu):
Hvessið orð yðar. Hefjið þau hátt mót
storminum
og látið þau fyllast veruleika.
Alltof mikið af fegurð lyppast niður
í lognmollu tómleikans
þar sem orðin klístrast eins og kámugar flíkur
við tignartrón tilgangslcysisins.
Sigtirður Þórarinsson.
Misheppnaðar Ijóðaþýðingar
Guðmundur Frímann: Undir Bergmils-
íjöllum. Isaíoldarfrentsm. h.f., Reykja-
vík, 1958.
Guðmundur Frímann er Iöngu orðinn
kunnttr sem lipurt ljóðskáld. Hann hefur
inn kunnur sem lipurt Ijóðskáld. Hann hefur
ort mörg lagleg Ijóð, án þess þó að um veruleg
tilþrif sé oft að ræða. Ekki er langt síðan hann
hlaut opinberan heiðursprís. E.t.v. Iiefur sú
upphefð eitthvað slævt sjálfsgagnrýni hans.
Víst er um það, að í því safni ljóðaþýðinga,
sem hann nú hefur látið frá sér fara, er ýmis-
legt. sem lítt er sæmandi góðskáldi. Lesend-
um Magnúsar Ásgeirssonar og Helga Hálf-
dánarsonar er ekki hægt að bjóða hvað sem
er um þýðingar, allra sízt ef tækifæri til sam-
anburðar eru gefin, eins og gert er í þessari
bók. Guðmundttr Frímann þýðir m. a. hið
kunna kvæði Dan Anderssons, En spelmans
jordafard. Það er fróðlegt að bera saman þess-
ar þýðingar; Magnús er nákvæmur og strang-
heiðarlegur og reynir hvergi að skjóta
sér undan erfiði eða snúa sér út úr því á
56
billegan hátt eins og Guðmundur margoft ger-
ir. í frumkvæðinu undirstrikar hrynjandin með
hinum síendurteknu jömbum á áhrifamikinn
hátt hið þttnga þramm þeirra, er bera lík fiðl-
arans, og má auðvitað ekki út af þessu bregða,
en þetta fer allt á ringulreið hjá Guðmundi og
þar með fordjarfar ltann stemningu kvæðisins.
Minna gerir að hann sleppir innrími, þar sem
það er í tveimur erindanna, og var það þó
óþarfi af jafn miklum rímara og ekki lætur
Magnús það henda sig. Ég tek hér tvö dæmi
til samanburðar á þýðingunum.
Andersson:
Han var ttnderlig och cnsam, saga fyra svarta
man.
han led ofta brist pl husrum och bröd. —
Se, en konung. saga rosorna och trampas pl igcn.
Sc, en konung och cn drömmarc ar död!
Guðmtindur:
Hann var einrænn og dulur, segja fjórir
fylgdarmenn.
og fátæktin var eina brúður hans.
En rósirnar á engjunum kalla hann konung enn,
þótt kveðji dauðinn hann til grafarranns.
M agnús:
Hann var undarlegur, segja fjórir svartir
fylgdarmenn,
og við sult og hrakning bjó hann flest sin ár.
Sjáið konttng, segja rósirnar og kikna og
traðkast enn,
hér er kt nungur og draumamaður nár.
Andersson:
Over ljung och gula myrar gttngas hlrda
döda ben,
gungas tröttsamt genom solens bleka ro.
Men nar kvallen svalkar harligt över lingonris
och sten
hörs det tunga tramp i Hedemora nto.
Guðmundur:
Yfir lyngása og mýrar þokast leifar látins
ntanns,
er ljómi dagsins blandast aftanró.
En er kvöldblærinn þýtur og þreytir um
holtin dans
cr þrammað gegnum Hreimsstaðaskóg.
Magnús:
Yfir lyng og gular inýrar beinin þokast þung
og hörð
ruggast þreytulega í sólskinsbleikri ró.
DAGSKRA