Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 60
Af ljóðuntim tveimur úr Fridas visor eftir
Birger Sjöberg er hið fyrra, Frida i varstad-
ningen, skrambi vel þýtt og er þó ekki auð-
velt að þýða það. Ur sfðara ljóðinu, Bleka
dödens minut, fellir þýðandinn, alveg að á-
stæðulausu. tvö erindi burt, hcfur máske hrein-
lega gefizt upp á að þýða þau, og í síðasta
erindinu er þýðingin á tveim Ijóðlínum hreinn
horror. Sjöberg yrkir:
Kan min ande med dimfingrar*) di
vanligt vinka — nog görer den sá!
en Guðmundur Frímann þýðir:
Og mcð vinsemd ég veifa ti! þín
þó að visin sé náhöndin mín.
Það er fjarri því, að Sjöberg liafi ætlað að
hafa einhvern Myrkárdjáknastæ! á uppburð-
arlitlum búðarpiltinum hennar Fríðu og þess-
ar tvær línur fara alveg með þetta idylliska,
kankvísa erindi í kvæðislokin.
Nú er títni til kominn að taka það fram, að
mér virðast nokkrar af þýðingum Guðmundar
Frímanns góðar. Eina hef ég þegar nefnt og
ég vil einnig nefna hið sterka, óhugnanlega
kvæði Tom Kristensens, Aftakan, og sum af
kvæðum Gripenbergs. Nokkur smáljóðanna eru
líka lipurlega þýdd. Sem sagt, Guðmundur Frí-
mann getur þýtt og það \rel, þótt vart eigi hann
eftir að verða iafningi Magnúsar og Helga. Og
einmirt vegna þess að hann hefur sýnt að hann
gctur þýtt sé ég enga ástæðu til að fyrirgefa
honum og láta hann komast upp mcð þá hroð-
virkni og það undansláttarsama kæruleysi,
scm nú emkennir of margar af þýðingum hans.
Sigurður bórarinsson.
Hló eitt sinn upphátt
Cisli Astþórsson: Hlýjar hjartarœtur.
Almenna bókafélagið, Reykjavík, 1958.
Það er víst ekki talið bera vott um ntikla
andlega reisn að hafa gaman af 5 aura brönd-
urum. En ég get ekki að því gert að þegar ég
les setningu eins og „betra er að vera lúinn
en með ólúinn garð“, eða upphaf þáttar sem
°) dimfingrar af dimma = þoka.
58
byrjar svo: Mér var ungum gefin Njála, þá
stekkur mér bros. E.t.v. er það vegna þessa
lastar að lestur bókar Gísla Ástþórssonar varð
mér til talsverðrar ánægju. Ég kímdi oft og
hló eitt sinn upphátt og er það á við væna
vitamínpillu í rigningu í svartasta skammdegis-
ins. Það er yfirleirt svo fátt skrifað hér í létt-
um tón. Jónas Árnason er næstum sá eini,
sem kann að ge>a það á listrænan hátt. Ekki
nær hann Gísli honum enn, til þess skortir
hann persónuleika sem rithöfundur og hann
er á stundum óþarHega meinlaus. Honum verð-
ur því lítið úr efni cins og t. d. konungsheim-
sóknunum, sem hefði þó átt að vera tilvalið.
Þá fáu daga, sem kóngar frændþjóða vorra
hafa dvalizt í hvalfangarahúsinu við Tjarnar-
götu, hafa borgararnir í okkar ágæta höfuð-
stað sýnt, að þeir eru fyllilega samkeppnis-
fær'r á sviði fordildar við þá, sem búa í kóng-
legum höfuðborgum.
Þættirnir Oskabörn þjóðarinnar og Dapur
heimspekingur með sál virðast mér dálítið
nöldurskenndir. Mest gaman hef ég af höf.
þegar hann Iætur dæluna ganga í einskonar
dellustíl eins og r. d. í lýsingunni á útilegum.
Sú lýsing er í senn sönn og skemmtileg. Tveir
af heztu þáttunum, Bissnes og Listin að byggja
hafa áður komið á prent. Sú fyrrnefndi cr
samansoðinn algjörlcga eftir kokkabók Damon
Runyans og er svo sem ekki leiðum að líkjast.
Sagan Líf og list er viðvaningsleg, en sögu-
kornið Pilsdátinn og kvæið eitt af því bezta í
bókinni.
Eflaust má kalla það. sem Gísli Ástþóisson
framreiðir, léttmeti, en einhvernveginn finnst
mér, að eitthvað sé bogið við þá, sem ekki
hafa ánægju af neinu í þessari bók.
Sigurður Þórarinsson.
Draumur eöa martröð
Jón Dan: Sjávarföll. Almenna bóka-
félagið, Reykjavík, 1958.
Skrif manna hafa vafalaust ýmsan tilgang,
en örðugt er skilnings, að sú hljóti ekki ávallt
að vera ætlun höfundar, að lesendur hans skilji
eða að minnsta kosti skynji, hvað fyrir honum
vakir. Meðal annars hefur mér virzt það eitt
einkenni góðs skáldskapar, að lesendur skynji
innra með sjálfum sér við lestur hans eitthvert
DAGSKRÁ