Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 64

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 64
þarna meira en nafnið tómt. Lýsingar Thors eru í ætt við myndlist. Við sjáum það, sem hann lýsir, fremur en við heyrum það, sem fram fer. Þættir hans eru dregnir skörpum dráttum, sem seint gleymast. Stíll Thr-rs er myndrænn; eða öllu fremur: maðurinn er myndvís í lýsingum sínum. Það er einkum í líkingum, sem þessi myndvísi höfundur kem- ur glöggt í Ijós. Eg skal taka dæmi af handa- hófi, bls. 92: „A þilfarinu var enginn maður nema þessi mjói þögli taumur fanga sem seytlaði upp úr myrkri óvissu lestarinnar eins og leki út um litla sprungu á risavöxnum olíugeynti. Og röð- in hlykkjaðist eins og ormur e'tir auðu þilfar- inu ...“ Þessar tvær sterku líkingar gleymast ekki. Myndin brennist í huga lesandans, ef hann ligg- ur þá ekki afvelta og nennir ekkert að lesa með þeirri athygli, sem góðar bækur veiðskulda. Freistandi væri að rita nokkuð um stíl Thors. Bæði er stíllist mjög lítt kannað efni út af fyrir sig í íslenzkum bókmennvum (þó vantar ekki dæntalausan fjölda slagorða um l>etta fyrirbæri: „safaríkur, ferskur, mjúkur, sléttur, loðinn, voðfelldur", og guð má vita hvað, þessi orð oft notuð, án þess að sýni- legt sé, að menn hafi glóru um, hvað þeir ætla sér að segja) og stíll Thors nrjög persónulegur. I'h' r virðist ekki hafa miklar mætur á ein- faldleik í stíl. Víða beitir hann aHumbúða- miklum lýsingum. Orðaforði hans er mikill og orðmyndanir hans sumar eftirminnilegar og nýstárlegar fremur en fagrar. Er slíkt þó á- vallt smekksatriði. Hann er orðglaður og orð- margur, hugsar sennilega aldrei um símskeyti, sem borga þurfi undir. I.íkingar notar hann mikið — myndrænar sem áður segir — marg- ar hverjar snjallar, en þær auka á langdrægi stílsins. Einnig notar Thor mjög það, sem í skólum kallast eignarfallseinkunn. Ovíða eru þær samsetningar jafnsnjallar líkingum hans. Dæmi af handahófi: „Þannig horfir ein sjón- linsa )>essa andartaks og sáir myndfræjum mannkynsslitranna í plógför þíns verðandi and- lits ...“ (bls. 118). Aðrar eignarfallssamsetn- ingar eru þó markvissar og fallegar í líkingum sínum: „Ung og fögur kona. Og hárið kcm eins og hrafnsvængur næturinnar yfir hvítt snævi andlitsins og þess frosnu bláu tjarnir tvær.“ (bls. 137). Menn taki eftir, hversu laðandi samhljómi við eignarfallsnotkunina þessi stíleinkenni höfundar, myndvísin og lík- 62 ingarnar, ná í þcssum setningum. — Hvítt snævi — frosnar bláar tjarnir. — Hver man ekki mynd heimskonunnar? Enn skal minnzt á eitt atriði í stíl Thors, sem er sömu ættar og notkun hans á eignar- fálli og líkingum, en það eru endurtekningar. Víða tekst honum að auka þannig í senn spennu frásagnarinnar og áhrifamagn, hamra orð sín í hug lesandands. Sem dæmi um slík- an frásagnarhátt má nefna lck XI kafla og upphaf XII kafla í Þau: „Hann finnur að hann á að bíða þarna á þessum sama stað og þangað komi hún í heitu myrkri til hans. Hún kemur, hugsar hann Komdu, hugsar hann: Þú kemur. XII. Já, hugsar hún um daginn: ég kem. Það er komið langt fram á þennan heita dag þungan og mollulegan, og hún hugsar: já ég kem.“ Sitthvað fleira sérkennilegt, persónulegt og nýstárlegt mætti benda á í sambandi við stíl Thors Vilhjálmssonar á þessari bók, en áður greind einkenni mega einkum verða ljós al- mennunt lesanda, og við þau verður látið stað- ar numið í þessurn stutta pistli. Ef athuguð eru þessi atriði, má sjá, að þau falla öll að einum ósi og eru allnrikið fráhvarf frá þeim einfalda, knappa stíl, sem um skeið hefur verið töluvert boðaður og dáður. I því sambandi hafa menn jöfnum höndum vitnað til fornra sagna sem aukins hraða og einfaldra lína nútíma mannvirkja. Menn hafa jafnvel talið það eitt í samræmi við hraðaþróun í mannheimi að vera stuttcrðir. En þessi stílein- kenni Thors eru öll nokkur hreyfing í aðra átt. Ekki skal dæmt, hvort fegurra sé, eða um það spáð, hvort aörir höfundar muni feta í fótspor Thors að þessu leyti. En ef einnig er haft í huga annað einkenni Thors, efasemdin, hlýtur að vakna spurning: Er skeið hug- sjónakarla, fagnaðarboðenda og halelújaemj- enda senn á enda? Hvort hafa menn kyrjað nægilega um fjallkonuna, skógana og síblessaða alþýðuna? Er í vændum meiri efi, dýpri íhygli og fleiri spurningar en ásótt hafa hina ýmsu fagnaðarboðendur, hvort sem þeir hafa ávarp- að vormenn íslands eða öreiga allra landa? En víst mætti það virðast eðlileg þróun fcrms, að langdregnari stíll, hikfyllri og um- DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.