Félagsbréf - 01.01.1958, Síða 35

Félagsbréf - 01.01.1958, Síða 35
PÉLAGSBRÉP 25 á miðju gólfi í eldliúsinu hjá móður sinni, með glamrandi tennur, saup hveljur og sagði: „Mamma, mamma, appelsínurnar koma á morgun“. „Svona, svona, elsku barn. Hvað er annars að sjá þig“. „Ó, ég lilakka svo til. Þú ætlar að gefa mér börkinn af appelsín- unni þinni og pabba ... og liinna á heimilinu líka — er það ekki, mamma mín?“ „Ertu gengin af vitinu, stelpa, að fara fjöruna núna. Við eram búin að liarðbanna þér það. Pabbi þinn flengir þig fvrir þetta, þegar hann kemur beim“. „Mamma, ... en áppelsínurnar .. . þú ætlar í búðina strax í fyrramálið — er það ekki?“ Pabbi hennar kom heim, þegar hún var háttuð. Svo atvikaðist, að bún slapp við flengingu í það sinnið. Hún var vön að lesa.á kvöldin langt fram eftir. Nú gat liún ekki fest hugann við neitt nema eitt, að fara snemma á fætur og komast niður á bryggju til að sjá, þegar Nóva kæmi með appelsínur sunnan úr heimi. Skipið var lagzt að, þegar liún kom þangað um morguninn. Snjór var yfir öllu og frosthart. Hún hafði klifrað upp á vörustafla og fylgdist af áhuga með uppskipuninni. Það ískraði í talíunnm, og frost- móðan þyrlaðist í mökkum út úr lireggbitnum körlunum eins og úr hrossunum hans Palla gamla uppi í Hlíðinni, þegar hann beitti þeim fyrir mjólkurvagnana í vetrarnepjunni. Það minnti hana alltaf á gufuliver. Fyrst var skipað upp stóru hlassi ofur varlega. Einhver sagði: „Þetta eru mahonímublurnar frá Kaupmannaliöfn, sem Toft voru gefnar á fimmtugsafmælinu“. Hún hugsaði aðeins: Hvenær koma appelsínurnar? Loks komu hrímugir trékassar upp úr lestinni, svíf- andi hátt yfir höfði hennar, járnspengdir, með álímdum glanspappír, myndum af stórum appelsínum. Hún beið, unz lpkið var við að skipa þeim öllum upp og flytja þá upp í Toftverzlunina. Hún hitti mömmu sína, sem var að kaupa mjólk uppi á torginu. Þá var búið að opna verzlunina. „Mamma, þú manst ... “ meira gat hún ekki sag” „Jæja, litla frekjan þín, komdu þá með mér“

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.