Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 37

Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 37
FELAGSBREF 27 aði hórn í uppfyllinguna. Þar flutu þær einar tíu í grynn- ingunni allt að því þrjá metra frá fjörubakkanum. Hún hent- ist ofan af hrúninni og óð út í sjóinn á lágum gúmmískón- um. Sjórinn náði henni óðara upp fyrir hné, og liún var ekki vel búin í frostkuldanum. Hún greip þegar eina, svo aðra og þá þriðju og þeytti þeim upp á bólverkið. Hinar fóru sömu leið. Einni stakk hún upp í sig og hafði rennt henni niður, þegar hún var komin upp á hakkann. Mamma hennar hafði þrásinnis varað hana við að borða skemmdar appelsínur. „Drengurinn liennar Díu systur var lagður á spítala í hálfan mán- uð með eitrun, af því að hann át skemmda appelsínu, sem hann fann uppi í Bröttugötu“, liafði hún eitt sinn sagt við hana, „læknirinn sagði, að hann hefði getað dáið af því hreinlega“. Telpan hafði ekki hlustað á hana nema með öðru eyranu. Nú flýtti liún sér inn í kjallarann og fól þær í skotinu bak við uppgöngustigann. Hún tróð sér þar inn og byrjaði að háma í sig. Sumar appelsínurnar voru grænar og mislitar með ljótum skellum, en hvað gerði það til, hugsaði hún, þær brögðuðust allar eins og appelsínur sunnan úr heimi. Hún varð ekkert lasin. Næsta dag fann hún margar aðrar í fjör- mmi, fór þá margar ferðir, varð oft að vaða út eftir þeim, borðaði sleitulaust allan liðlangan daginn — óseðjandi. Stundum varð henni snöggvast óglatt, löngunin vaknaði þeim mun bráðar aftur. Þetta kvöld var hún hýdd. Hún hafði gleymt sér niðri í kjallaran- um. Pabbi hennar kom að henni, þar sem liún kúrði liálfsofandi inni í skotinu með fangið fullt af sjóreknum skemmdum appelsínum. Fimmtán ár liðu. Það var búið að rífa Toftverzlunina gömlu. Örskammt þaðan sem hún stóð, liafði nýlega verið reist liraðfrystihúsið Ránarstöð við rætur Syðstu-bryggju. Steinsteyptur brimgarður lá nú eftir fjöru- lengjunni samfellt frá Jensenshúsi inn að Hraðfrystihúsi. Kalt kvöld í nóvember gengur ung gift kona heiman frá sér ofar- lega í kaupstaðnum og stefnir niður á bólverkið. Hún kemur að htla liúsinu á nöfinni á sjógarðinum og nemur þar staðar stundarkorn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.