Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 58

Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 58
48 Við, sem byggðum þessa borg, og flytur þetta hefti minningar átta Reykvíkinga. Fyrsti þátturinn, Ævi- starf við sjúkrabeð, er eftir Guð- mund Thoroddsen, prófessor. Segja má, að Guðmundur hafi nokkra sér- stöðu meðal þeirra, sem í þessa bók rita. Hann elst upp á vel stæðu menntaheimili, fær hina beztu aðstöðu til að stunda það nám, sem hann hefur mesta löngun til og fullkomna sig í starfi sínu. Hlýtur ungur að aldri prófessorsembætti við Háskól- ann og gegnir því starfi og yfir- læknisembætti við Landspítalann langan starfsdag. Þáttur þessi er fjörlega skrifaður, eins og búast mátti við af þessum síunga og fjör- mikla orkumanni, er svo blessunar- lega virðist hafa sloppið við að for- pokast af embættis- og menntahroka, sem því miður er svo alltof algengt. Þama er á skemmtilegan hátt sagt frá æskuárum höfundar, og er sú frásögn raunar mestur hluti þátt- arins, en næsta lítið minnzt á ævi- starfið við sjúkrabeð. I lok þáttar- ins er gamansamt kvæði eftir próf- essorinn, en hann hefur um langan aldur verið nokkurs konar hirðskáld læknastéttarinnar. Næsti þáttur, Einfari í mergðinni, er eftir Hannes Jónsson, kaupmann. Hann var fyrr á árum allþekktur fyrir málavafstur og eins konar upp- reisnarmaður í sinni stétt. Hannes er kominn af Natani Ketilssyni og virðist bera nokkum svip af þessum forföður sínum, hversu mikið sem erft er af þessum líkindum og hversu mikið áunnið, en hann virðist leggja mikla stund á að bera flestar gerðir sínar og viðbrögð saman við Natan, PÉLAGSBRJÉF hversu happasæl sem sú stæling hef- ur verið honum. Alltaf heldur leiðin- legt, þegar menn eru að reyna að stæla dauða menn. Þættirnir Manni strokið um vanga eftir Sigurð Ólafsson, rakara, Aldrei hætt að leika sér eftir Erlend Ó. Pét- ursson, Prá roðaskóm til bifreiðanna eftir Egil Vilhjálmsson og Hér stend ég og get ekki annað eftir Sesselíus Sæmundsson eru allir hinir læsileg- ustu og margt fróðlegt í þeim að finna. Beztir af þáttunum í bókinni finnast mér samt þættirnir Lífsstríð í sulti og seyru eftir Ólaf G. Ein- arsson og Gaman og alvara í gráum leik eftir Hannes Kristinsson, í senn fróðlegir og skemmtilegir, og væri gaman að fá fleiri slíka þætti. Vilhjálmi hefur yfirleitt tekizt vel með þessa ævisagnaþætti sína, en nokkuð er þess farið að gæta, að þeir líkist hver öðrum fullmikið í sumum atriðum, t. d. mætti þar nefna marg- endurtekna frásögn af bæja- og gatnaskipun í Skuggahverfinu. * Sigurður Heiðdal: ÖRLÖG Á LITLA-HRAUNI. Utg. Iðunn, Valdimar Jóhann- esson. Rvík. 1957. Refsivist á íslandi á nú senn að baki sér tveggja alda sögu. Sú saga hefur oft verið með harla litlum glæsibrag og hlutaðeigendum til lít- ils sóma. Við Islendingar höfum ver- ið svo heppnir síðastliðin 130—40 ár, að hér hefur verið fátt um glæpi, a. m. k. stórglæpi, og ekki hefur verið í þeim efnum við neitt stórfellt vandamál að striða. En allt um það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.