Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 25

Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 25
FÉLAGSBRÉP 15 á Sandi af litlum efnum. Framundan blasti við einyrkjabúskap- ur með öllu sem honum fylgdi: miklu og þrotlausu erfiði, fátækt og áhyggjum, enda hafði heilsan lengi verið í tæpara lagi. Hver myndi ætla, að slíkur maður ætti eftir að vinna stórvirki sem skáld og það eftir þá útreið sem hann hafði fyrir skemmstu fengið? En Guðmundur Friðjónsson gat ekki lagt árar í bát. Væri hann ekki sagnaskáld, þá var hann samt ljóðskáld. Það fann hann sjálfur og margir fleiri, þar á meðal Valtýr Guðmunds- son. Og svo kom fyrsta ljóðabókin hans út 1902: Úr heimahögum. Ég ætla ekki að lýsa hér viðtökum, sem þessi bók fékk. Lík- lega hefur enginn íslenzkur rithöfundur verið beittur verri fantatökum en hann varð nú að þola. Dómar um Eini voru mesta lof hjá því. Sú var eina bótin, að árás Kolskeggs í Þjóð- ólfi var svo ósvífin, svo bersýnilega ranglát og af svo hóflausri óvild gerð, að hún missti marks. Hún var augljóslega gerð til þess að brjóta Guðmund gjörsamlega á bak aftur, svo að hann ætti sér engrar viðreisnar von. Að sjálfsögðu voru kvæðin í Úr heimahögum misjöfn að gæðum. En hér var líka að finna kvæði eins og Ekkjan við ána, Bréf til vinar míns og nokkur erfiljóð, allt ágætlega gerð kvæði og sérkennileg mjög, svo eitt- hvað sé nefnt, sem margir kannast við. Hér var sannarlega skáld á ferðinni, sérkennilegt skáld bæði um orðfæri og yrkisefni. Þetta fundu líka margir, enda urðu fleiri til að rita um bókina en Kolskeggur og mjög á aðra lund, eins og t. d. Einar Hjör- leifsson. Hitt er svo annað mál, hvernig þessar viðtökur orkuðu á skáldið sjálft. Víst er að því fór fjarri, að Guðmundur legði kveðskapinn á hilluna, en það er sjálfsagt rétt, sem Bjartmar sonur hans segir í formála fyrir kvæðum hans, að hin næstu árin fram undir 1909 orti hann minna en áður. Djöfull efans, sem hann kallaði svo, hélt áfram að pína hann og kvelja, vildi ekki yfirgefa hann. Þess var langt að bíða, að út kæmi að nýju kvæðasafn eftir hann, eða rúm 20 ár (Kvæði 1925). Sá drátt- ur stafaði þó efalaust ekki af því, að Guðmundur væri þá ekki fyrir löngu viðurkenndur sem mikilhæft ljóðskáld, heldur hinu, að bókaútgefendur skorti hug og dug til þess að hætta fé sínu í útgerð ljóðabókar. Fyrir skáldið Guðmund Friðjónsson var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.