Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 38

Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 38
28 FELAGSBREF Hún kannast við sig. Svo stekkur hún ofan 'af brimgarðinunf niður í fjöruna. Þaðan var stytzta leiðin til hans í Ránarstöð. Hún vissi, að það var flæði, en liún freistaði þess, að ekki væri svo háflætt, að hún næði ekki fyrir brimgarðinn, þar sem liann skagaði lengst fram. Henni miðaði vel fyrsta spölinn, þótt liún væri á há- um hælum og þeim hætti til að festast í hörðum skeljasandinum, sem nú var baðaður tunglskini. Þegar hún kom í stórgrýtið við út- skagann, sá hún, að meira var fallið að en hún hafði búizt við — og talsvert brim. Hún hélt áfram engu að síður — til hans, sem hún varð að hitta. Sjórinn smáliækkaði, fyrst vöknaði hún í fætuma, síðan skall hún á hnéð og við næsta útsog hljóp hún áfram með rennblautan þröngan kjólinn límdan við linén. En óðara skall báran á lienni á ný, og þá datt hún, því að sjórinn náði lienni upp í öxl; var tæpast staðin á fætur, þegar næsta alda reið yfir hana. Nú orðin holdvot og hana farið að svíða á gamalkunnuglegan hátt í augun af saltinu í sjónum, saup liveljur, svo liljóp hún lengra, lengra áfram og studdi sig við brimgarðinn. Nú var tekið að grynnka aftur og hún komin fyrir útskagann. .. . Þá sá hún, hvar hann beið nokkra faðma frá henni. Þau vom komin inn í vinnustofu hans, og ungi verkfræðingurinn hjálpaði henni úr bleytunni og sagði: „Að þú skyldir leggja í hann .. . orðið svona háflætt ... ég ... ég var dauðhræddur“. „Ég œtlaSi að koma“, sagði hún. „Já, en lífshættan“, sagði liann og neri á henni sæblautt bakið með handklæðinu. „Lífshættan“, endurtók hún forviða. Hún leit við og sá, að hann var hræddur. Löngun til að elska liann hrundi frá henni eins og útsog. „Er þér ekki að verða lieitt aftur, elsku hjartað“, sagði hann. Hún tók eftir appelsínum á vinnuborðinu innan um vélateikn- ingar hans. „Þú ert fífl“, sagði hún, „réttu mér allar appelsínurnar þama“. Akureyri, á þrettándanum 1958.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.