Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 47
FELAGSBREF
37
Spender tók þátt í spænsku borgarastyrjöldinni og komst þá í
náin kynni við starfshætti félaga sinna í kommúnistahreyfing-
unni. Varð það til þess að hann sagði skilið við „trúarbrögð"
æskuáranna, og hefur hann gert grein fyrir því í hinni víðfrægu
bók „The God that Failed“, sem þýdd hefur verið á íslenzku.
* *
*
Þriðja skáldið í hinum rót-
tæka hópi ungskálda, sem
myndaðist upp úr 1930, er C.
Day Lewis (f. 1904) af írsku
bergi brotinn. Hann kynntist
skáldbræðrum sínum í Oxford,
þar sem hann var einnig við
nám. Fyrstu tvær ljóðabækur
fans vöktu litla athygli, en
„Transitional Poems“ (1929)
skar úr um það, að hér var
komið efnilegt skáld. Hann var
einkar lýrískur og orti „nátt-
úruljóð", en þau voru ný af
nálinni, ástríðufull og fersk.
Hann hafði mjög næmt auga, en stundum var ljóðeyra hans
dálítið sljótt.
Næstu bækur hans voru jafnbetri en þær fyrri, sýndu vax-
andi þroska og kunnáttu. Hann var venjulega nefndur í sömu
andránni og Auden og Spender, en þeir eru um margt ólíkir.
Auden er skáld satírunnar og tilraunanna, glæsilegur formsnill-
ingur. Spender er oft hástemmdur, stundum heldur tilfinninga-
samur, en venjulega ómyrkur í máli. Lewis er jafnan lýrískur
og einlægur. Enda þótt Lewis leiki sér stundum með innrím
og hljómbrigði, fæst hann miklu minna við formtilraunir en
Auden. Enda þótt hann hafi sömu pólitísku sannfæringu og
Spender, hættir honum ekki jafnmikið til að gleyma sér í til-