Félagsbréf - 01.01.1958, Side 43

Félagsbréf - 01.01.1958, Side 43
FÉLAGSBRÉF 33 ingum sínum. Þessi var bakgrunnur fyrstu verka Audens og félaga hans, og þau bera þess merki. Á þessum árum samdi Auden eitt merkilegasta verk sitt, „The Orators“, sem hann hefur síðan afneitað (hann hefur alla tíð verið haldinn undai'legri vantrú á gildi verka sinna). 1 þessari bók fjallar hann um hið borgaralega þjóðfélag og notar tákn- mynd óvinarins um það. Er þar dregin upp skýr mynd af hinni eilífu baráttu listamannsins við þjóðfélagið, en jafnframt þjóð- félagsádeilunni heyrir maður rödd hrópandans, hina spámann- legu viðvörun um yfirvofandi hættu. Hann var sannspár ekki síður en Yeats og Joyce. Ef skáldferli Audens er skipt í þrjú skeið, þá einkennist ann- að skeiðið af heimsflakki hans. Hann reikar um löndin síyrkj- andi. Þessi skáldskapur hefur sömu takmarkanir og margt af verkum Byrons, t. d. „Day of Judgement“ eða „Don Juan“, hann er of stað- og tímabundinn. Af þessum sökum verður líklega helmingurinn af skáldskap Audens gleymdur eða misskilinn af ókomnum kynslóðum. Hann hefur verið nefndur „blaðamaður í bundnu máli“, og gefur það hálfsanna mynd af manninum. Það er glettni örlaganna, að Auden hefur átt vinsældir sínar einkum að þakka þessum „blaðamannshæfileika", þar sem hitt er hafið yfir allan efa, að hann verður ódauðlegur fyrir lýrískan skáldskap sinn. Auden á þá sjaldgæfu gáfu að geta ort um hvað sem er. Hann getur snúið fyrirsögnum dagblaðanna í fullkominn skáldskap, oft nístandi af háði og ádeilu. En honum tekst bezt upp, þegar hann gleymir dægurþrasinu og gefur sig óskiptan á vald hinni lýrísku skáldgyðju. Á öðru skeiði skáldferils síns var Auden enn róttækur, eins konar enfant temble á skáldaþingi, en hann var aldrei opin- berlega tengdur kommúnismanum eins og félagar hans, Spender, Day Lewis og MacNeice. Það sem dró Auden í austurátt var hugsjón kærleikans, og varð honum brátt ljóst, að í þeim efnum stóð hann nær frumkristnum kenningum en kommúnisma nú- tímans. Þriðja skeið Audens mætti e. t. v. nefna „guðfræði-skeiðið",

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.