Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 13
Ritst j órnar gr einar
Tæknilcgar framfarir í göróttum hcimi.
Heimurinn gumar sifellt af framförum, stundum í félagsmál-
um, oftast í tækni, nú síðast í eldflaugagerð og vopnasmíðum.
Sumir eru jafnvel farnir að minnast á ferðir til tunglsins. En er
það ekki táknrænt fyrir þennan heim atómvísinda, að þeir, sem
hæst láta um slíkar geimferðir, treystast ekki til að leyfa þegn-
um sínum frjálsar ferðir um okkar litla hnött. Og er ekki einnig
táknrænt fyrir ástandið, að sennilega hafa skáld og rithöfundar
aldrei verið eins ofsóttir og nú né fleiri innan fangelsismúra.
Sex skáld að minnsta kosti sitja í fangelsi austur í Ungverja-
landi, og hefðu tvö þeirra, þeir Josef Gali og Gyula Obor-
sovszky verið teknir af lífi á s. I. sumri, ef stéttarbræður þeirra
í frjálsum löndum, m. a. á fslandi, hefðu ekki komið til liðs við
þá með mjög öflugum mótmælum gegn aftöku þeirra. í Júgó-
slaviu afplánar Milovan Djilas níu ára fangelsisdóm fyrir
merka bók, er hann skrifaði; á Spáni hefur Dinisio Ridruejo
verið ófrjáls maður í fimm ár vegna andstöðu við stjórnarvöldin,
í Indónesíu sátu tveir rithöfundar, þeir Mochtar Lubis og
S. Takdir Alisjabana í fangelsi í sumar — án dóms og laga,
og ekki hefur frétzt, að nokkur breyting hafi þar á orðið. Frá Rúss-
landi, sjálfu höfuðvígi andlegrar kúgunar og geimfararaups, heyr-
um við að vísu lítið, en við vitum, að þar eru öll skáld kefluð, —
og ofsótt, ef þau beygja sig ekki í þolinmæði.
En hvers vegna þessar skáldaof'sóknir á okkar ,,framfara“
dögum? Af þeirri einföldu ástæðu, að í stórum hluta þessa atóm-
vísindaheims ríkir einræði, skelfilegasta staðreynd heimsins í
dag. En engir eru, — samkvæmt eðli, — í meiri andstöðu við
einræði en einmitt slcáldin.