Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 28

Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 28
18 FELAGSBREF var hin sama og sú, sem hindraði útgáfu kvæða hans um 20 ára skeið, ritníðið frá 1902 og 1907. Bókaútgefendur þorðu ekki að gefa rit hans út fyrri en nokkuð væri frá liðið, jafnvel ekki sögu eins og Gamla heyiS. Ég skal nú ekki hafa þessa frásögn öllu lengri. Með 12 sög- um og næstu bókinni 10 sögur, sem út kom 1918, hafði skáldið loksins sigrazt á andspyrnunni, sem hann hafði átt við að stríða um nær 20 ára skeið. „Nú er sú hrakmennskutíð liðin“ ritaði hann 1916, „sem áður var, þegar Kolskeggur gekk með bux- umar á hælum um töðuvöll Þjóðólfs mánaðarlengd og Einar Arnórsson skipaði mér í Fjallkonunni skör lægi'a en Jóni Mýr- dal, og Jón Ólafsson hreinsaði Reykjavíkurgötur mér til handa fyrir Ólöfu í Ási“. Ég hefi dvalizt nokkuð lengi við söguna um baráttu Guðmundar Friðjónssonar fyrir sæti sér samboðnu á bragabekk, meðal hinna beztu skálda. Þetta er hetjusaga. Hér var til frægðar barizt fyrst og fremst, á þeim tíma sem lítt var til annarra launa að slægjast. Þetta var á þeim árum, þegar rithöfundar sem helga vildu skáldlistinni alla krafta sína hurfu úr landi og tóku að rita á framandi tungu, fyrir erlenda þjóð. Þeirra eigin þjóð átti ekki annað að bjóða í fátækt sinni en mestu nægtir af lát- lausum og oft fráleitum aðfinnslum, en á hinn bóginn kröpp kjör við stundakennslu eða blaðamennsku, handverk þegar bezt lét, búskap eða sjómennsku. Einhvern tíma á æskuárum mun það hafa hvarflað að Guðmundi að leita sér undanfæris ytra, í Noregi, en ekkert varð úr því. Ég vil engu um það spá, hvað úr honum hefði orðið á þeim slóðum. Satt að segja get ég ekki hugsað mér hann sem rithöfund á nokkru máli öðru en íslenzku, því þar var hann á sinn hátt mikill meistari. Ég segi á sinn hátt, ekki til þess að draga úr, heldur ber þetta að skilja bók- staflega. Málfar hans og tungutak í ræðu og riti var ramm- íslenzkt, en með sterkum persónulegum blæ, sem engum hæfði nema sjálfum honum. Það er augljóst, að stíll hans fágaðist og þroskaðist með árum, við aga og tamningu, sem öllum lista- þroska fylgir. íslenzka Guðmundar á Sandi stóð alla tíð á föst- um rótum jöfnum höndum í máli alþýðufólksins, sem hann ólst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.