Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 41

Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 41
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON Nokkur brezk ljóðskáld Síðari hluti T TPP úr kreppuárunum kringum 1930 komu fram í Englandi ^ nokkur ungskáld, sem áttu eftir að beina enskri ijóðlist inn á nýja braut. Þessir ungu menn höfðu ríka þjóðfélagskennd og játuðust hinni nýju öld tækni og verklegra framfara. Þeir ortu um nýjan heim; sem átti að rísa úr rústum kreppu og styrj- alda. Þeir voru samt engir bjartsýnismenn, en áttu miklar vonir og umbótavilja. Þeir höfðu lifað eitt stríð í æsku og óttuðust ann- að framundan, ef ekki yrði spyrnt við fótum. Þessi ungskáld voru undir sterkum áhrifum frá Hopkins og Eliot í formi, en hugsun þeirra var öll önnur. Eliot hafði gefið óhugnanlega mynd af heimi nútímans í verkum eins og „The Waste Land“ og „The Hollow Men“, en síðan fundið lausn í kristinni trú. Þar skildi á milli hans og ungu skáldanna, sem sáu enga lausn aðra en breytta þjóðfélagshætti. Fremstur í flokki þessara ungskálda var W. H. Auden (f. 1907), og hefur hann farið langan veg síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1930. Eliot og Auden eru í senn hlið- stæður og andstæður. Glettni örlaganna hagaði því svo, að Eliot fór frá Bandaríkjunum og gerðist brezkur þegn, þar sem aftur á móti Auden fór frá Bretlandi og gerðist bandarískur boi'gari. Þeir eiga það sammerkt, að í upphafi voru þeir knúðir til sköp- unar af örvæntingu og vantrú á nútímamenningu, en hafa síðar báðir fundið tilgang og lífsjátningu sína í kristnum trúarvið- horfum. Hins vegar eru Eliot og Auden ólíkir um flest annað. Fjöl- hæfni Audens er viðbrugðið, og hefur hann í þeim sökum ekki átt neinn sinn líka síðan Byron leið. Honum verður ekki skota- skuld úr því að bregða sér í ham hástemmdra mælskuskálda og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.