Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 27

Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 27
PÉLAGSBRÉF 17 munur er þó næstur að ýmsu leyti. Stórsynd að nefna hana í sambandi við skáldrit Einars Hjörleifssonar, Gests Pálssonar, Þorgils Gjallanda og Guðmundar Magnússonar", segir Einar Arnórsson í Fjallkonunni 4. okt. 1907. Sá sem af beztum skiln- ingi ritaði um Ólöfu í Ási var Einar Hjörleifsson. Hann lauk máli sínu um hana í Skírni 1908 á þessa leið: „Þegar vér hugs- um um Ólöfu í Ási og höfund hennar og viðtökur þær, sem bók hans hefur fengið, þá er eins og brugðið sé upp tveim hliðum á íslenzku menningarlífi. öðru megin er bláfátækur og heilsulítill bóndamaður að berj- ast um fyrir sér og sínum á koti norður undir Skjálfanda. í öllu stritinu ... hefur hann ekki frið fyrir ýmsum örðug- ustu og viðkvæmustu vandamálum mannsandans. Og hann legg- ur á sig það stritið í hjáverkum, á kvöldum og nóttum, að fara skáldhöndum um þau efni, reyna að setja á þau eilífðarmerki listarinnar. Stundum tekst það ekki. Stundum tekst það eftir atvikum óskiljanlega vel. Og hinu megin eru nokkrir menn sem til mennta hafa verið settir. Öllum er kunnugt um, að þeir geta ekkert skrifað jafn- vel og Guðmundur Friðjónsson. Og engum er kunnugt um, að þeir geti hugsað jafn vel og hann. Þeir standa og æpa að honum“. Þetta gerðist 1907—1908, einmitt á þeim árum, þegar íslenzk sagnagerð var að réttast úr kengnum. Sá tími nálgaðist, að rit- höfundur gæti vænzt þess að fá einhver laun fyrir verk sitt, ekki mikil sjálfsagt. Ég veit það ekki með vissu en held, að Guðmundur á Sandi hafi svo sem engin ritlaun fengið fjrrir skáldverk sín og ritsmíðar fram til þessa. Fyrir þau tók hann svo sem ekkert nema sína eigin fátækt, hrópsyrði margra, en að vísu þakklæti og hlýhug miklu fleiri manna, sem fæstir höfðu öðru að launa, en það dró samt nokkuð. Þó varð Guðmundur að bíða með næstu bók sína, 12 sögur, fimm ár frá því að þær voru tilbúnar frá hans hendi og þangað til þær komu út 1915. Meðal sagnanna í þessari bók var Gamla heyið, sem ýmsir hafa talið beztu sögu Guðmundar. Hún var skrifuð 1909 og því 6 ára gömul þegar hún fékk að sjá dagsins ljós. Það þarf ekki í nein- ar grafgötur að ganga um það, hvað þessum drætti olli. Ástæðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.