Félagsbréf - 01.01.1958, Page 55

Félagsbréf - 01.01.1958, Page 55
' FÉLAGSBRÉP 45 Þjóðverjar réðust inn yfir landa- mæri Ráðstjórnarríkjanna. Þegur þjóð sú, sem rithðfundurinn tilheyrir, á í erfiðleikum eða þegar ráðist er á hana af innrásarher, er þá nokkur , staður til fyrir hann, nema við hlið landa sinna og mitt í baráttunni? Samt var þetta „glæpur" ung- versku rithöfundanna, Tibors Derys og félaga hans, og fyrir þetta verða þeir að eyða mörgum ánam af ævi sinni í fangelsi. Og þetta er unnið í nafni hins ungverska „sósíalisma“ .. . Og frá landi ykkar, frá öllum löndum kommúnismans heyrist ekki svo mikið sem hvísl, sem sýni reiði ykkar og gremju. Hvernig getur á þessu staðið? Hafa þá allar raddir verið þaggaðar nið- ur með ótta? Ég sagði skilið við kommúnistaflokkinn, af því að ég gat ekki lengur verið hluti af flokk, sem kæfði samvizku mannanna með •ótta og ógnunum, en ég hafði vonað, að mín eigin úrsögn og úrsögn þús- unda annarra menntamanna, sem eru áhangendur kommúnista í öllum löndum, mundi sýna þá staðreynd, að sósíalismi án andlegs frelsis einstakl- ingsins er ekki annað en svik og gabb. Samt kemur hin drungalega og hræðilega þögn meðal menntamanna í kommúnistalöndunum gagnvart öllu óréttlæti, sem þeirra eigin land- ar vinna, öllum góðum mönnum til þess að hugsa, hvort nokkuð hafi raunverulega breytzt. Nú spyr ég ykkur hreinskilnislega og ótvírætt: ef þið haldið þögn ykkar andspænis þessu hræðilega óréttlæti í Ungverja- landi, getið þið þá ennþá krafizt þess, að á mál ykkar sé litið, sem rödd mannúðar og menningar? Ég minni ykkur á það, þegar Feffer, Bergelson og Kvitko og svo margir aðrir voru kvaldir og síðan myrtir af ykkar eigin stjórn, þá vor- uð þið þögulir. Nú í dag lýsið þið því yfir, að þið hafið ekki vitað hið sanna í málinu. Þið lýsið því yfir að þessar grimmúðgu árásir á rit- höfunda séu nú úr sögunni; þið seg- ið að land ykkar, Ráðstjórnarríkin, séu sannarlega land frelsis og virð- ingar fyrir einstaklingnum. Hvað viðvíkur Tibor Dery og fé- lögum hans, þá gerið þig engar slík- ar kröfur. Ykkur er kunn atburða- rásin í byltingunni og þið vitið einn- ig, að það var gegn byssum og skrið- drekum ykkar eigin lands, sem Tibor Derybarðist. Hvemig eiginlega dæmir heimurinn ykkur, ef þið þegið núna? Við heiðrum og virðum vísindaleg afrek ykkar. Við berum hina mestu virðingu fyrir skerf þeim, er Ráð- stjórnarþjóðimar hafa lagt til geim- ferða. En, í sannleika sagt, þá verð- ur að segja, að heimurinn hafi minna gagn af „spútnikum" og eldflaugum í dag, en samúð, lýðræði, frelsi og réttlæti. Ef þið brýnið raust ykkar til varn- ar Tibor Dery og félögum hans, þá greiðið þið stærri skerf til frelsisins handa einstaklingnum, heldur en milljón orða „gort“prédikanir um spútnika og fjarstýrð flugskeyti fá gert. En ef þið, í þessu máli og svo mörgum öðram hliðstæðum, drag- ið yfir ykkur einhverja þagnarblæju og sýnið ódug, þá geta ekki öll vís- indaafrek heimsins veitt ykkur rétt þess að hljóta jafnvel hina minnstu virðingu meðal mannkynsins. Guðmundur Jónasson þýddi.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.