Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 31
FELAGSBREF
21
mikill einstaklingshyggjumaður og trúði á manngildið, sem birt-
ist honum engu síður í fátækt og umkomuleysi en í allsnægtum
og í valdasessi, nema fremur væri. Á þeim föstu rótum standa
beztu verk hans, sögur og kvæði, og mun hvorttveggja bera hátt
í bókmenntum þjóðar vorrar, þótt langir tímar líði:
„í minning-areit vorum merki þitt sér,
það mænir þar upp yfir leiðin".
C=SK=][S=0
UM SKOÐANAFRELSI
Væri skoðun persónuleg eign þess, er hefur hana, og því einskis virði
fyrir aðra en eigandann væri það aðeins einkamisgjörð við þann, er skoð-
unina hefur, að meina honum að neyta hennar, þá gæti verið nokkur mun-
ur á því, hvort þessi misgjörð væri framin gagnvart fáum aðeins eða mörg-
um. En það er hið einkennilega skaðræði við að hindra það að skoðanir
séu í ljós látnar, að með því ræna menn allt mannkynið, ræna eftirkomandi
kynslóðir ekki síður en samtíðamenn; ræna þá, sem skoðuninni eru mót-
hverfir, jafnvel ennþá meira, en hina, sem henni eru samdóma. Sé skoð-
unin rétt, þá eru mótstöðumennimir sviptir færi á að hafa skoðanaskipti
og öðlast sannleik í villu stað; sé hún röng, þá missa þeir það, sem er
nálega jafndýrmætur vinningur, en það er sá Ijósari skilningur á sann-
leikanum og sú heitari sannfæring um hann, sem mönnum vinnst við það,
er sannleik og villu lendir í viðureign saman.
Stuari Mill: Um frelsið.