Félagsbréf - 01.01.1958, Page 41
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON
Nokkur brezk ljóðskáld
Síðari hluti
T TPP úr kreppuárunum kringum 1930 komu fram í Englandi
^ nokkur ungskáld, sem áttu eftir að beina enskri ijóðlist
inn á nýja braut. Þessir ungu menn höfðu ríka þjóðfélagskennd
og játuðust hinni nýju öld tækni og verklegra framfara. Þeir
ortu um nýjan heim; sem átti að rísa úr rústum kreppu og styrj-
alda. Þeir voru samt engir bjartsýnismenn, en áttu miklar vonir
og umbótavilja. Þeir höfðu lifað eitt stríð í æsku og óttuðust ann-
að framundan, ef ekki yrði spyrnt við fótum. Þessi ungskáld
voru undir sterkum áhrifum frá Hopkins og Eliot í formi, en
hugsun þeirra var öll önnur. Eliot hafði gefið óhugnanlega mynd
af heimi nútímans í verkum eins og „The Waste Land“ og „The
Hollow Men“, en síðan fundið lausn í kristinni trú. Þar skildi
á milli hans og ungu skáldanna, sem sáu enga lausn aðra en
breytta þjóðfélagshætti.
Fremstur í flokki þessara ungskálda var W. H. Auden (f.
1907), og hefur hann farið langan veg síðan hann kom fyrst
fram á sjónarsviðið árið 1930. Eliot og Auden eru í senn hlið-
stæður og andstæður. Glettni örlaganna hagaði því svo, að Eliot
fór frá Bandaríkjunum og gerðist brezkur þegn, þar sem aftur
á móti Auden fór frá Bretlandi og gerðist bandarískur boi'gari.
Þeir eiga það sammerkt, að í upphafi voru þeir knúðir til sköp-
unar af örvæntingu og vantrú á nútímamenningu, en hafa síðar
báðir fundið tilgang og lífsjátningu sína í kristnum trúarvið-
horfum.
Hins vegar eru Eliot og Auden ólíkir um flest annað. Fjöl-
hæfni Audens er viðbrugðið, og hefur hann í þeim sökum ekki
átt neinn sinn líka síðan Byron leið. Honum verður ekki skota-
skuld úr því að bregða sér í ham hástemmdra mælskuskálda og