Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Page 21

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Page 21
BJÖRN FRIÐFINNSSON, f.v. bæjarstjóri: HITAVEITUR OG HESTVAGNAR Hugleiðingar um orkunotkun Upp á síðkastið liöfum við fylgzt með örum breytingum, sem varða orkumál mannkyns. Olíu- notkun jarðarbúa, sem á síðustu áratugum hefur tvöfaldazt á hverjum 12 árum, hefur valdið auk- inni samkeppni iðnaðarþjóðanna um aðgang að olíulindunum við Persaflóa, N.-Afríku og víðar, en ríkin, sem olíuna eiga, hafa aftur á móti séð sér leik á borði og krafizt hækkaðs verðs og auk- inna tekna af olíuvinnslunni. Þessi breyting hefur orðið enn örari vegna þess, að olíuvinnsla í Bandaríkjunum, sem eru stærsti olíunotandi lieims, hefur staðnað, og reiknað er með, að olíuinnflutningur þangað muni þrefald- ast fram til ársins 1980 og fimmfaldast fram til ársins 1985. Þá liafa þjóðir með miklar olíulindir, eins og t. d. Venezuela, látið draga úr vinnslu í því skyni, að auðlindirnar endist þeim lengur. Vissulega hafa nýjar olíulindir fundizt á síð- ustu árum bæði á hafsbotni og í heimskautalönd- um, en þær duga þó iðnaðarþjóðunum skammt, og vinnslukostnaður olíunnar verður augljóslega hár. Það er því fyrirsjáanlegt, að aukin eftirspurn eftir eldsneyti af jarðolíuuppruna, samfara minnkandi framboði og auknum kröfum olíu- ríkjanna rnuni valda stórhækkuðu verði olíu á næstu árum. Þannig telur framkvæmdastjóri bandarísku orkustofnunarinnar1), aðjarðolíuverð frá Miðausturlöndum, sem nú er sem svarar 200 ísl. krónum á eininguna (fatið eða bbl.), verði sem svarar 330 kr. árið 1976 og 440 kr. árið 1980. Aðrir áætla, að árið 1980 verði einingin komin í sem svarar 620 krónur. Verð á öðru eldsneyti, svo sem kolum og jarðgasi, mun tvímælalaust fylgja á eftir, Jjótt hækkanirnar verði ekki eins örar. Slíkar breytingar hljóta að hafa í för með sér mikla röskun á efnahagslífi og alþjóðastjórnmál- um á þessum áratug, en út í Jrá sálma skal ekki nánar farið hér. Lífskjör okkar íslendinga eru í ríkum mæli háð orkuverði. Híbýli okkar þarfnast upphitun- ar allt árið, iðnaðurinn raforku, samgöngukostn- aður er hár og fiskiflotinn olíuknúinn. Lífsvenj- ur okkar hafa að undanförnu mótazt mjög af hinu lága eldsneytisverði, og er bifreiðanotkun landsmanna ljósasti vottur þess. Ef verð á innfluttu eldsneyti tvö- til Jjrefaldast á næstu 10 árum, er ljóst, að við stöndum and- spænis miklum vanda, og að við verðum strax að liefja aðgerðir til að mæta honum. í Jjví sam- bandi kann að verða nauðsynlegt að taka for- 1) Business Week 29. júlí 1972, bls. 56. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.