Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Page 40
Ráðnir
framkvæmdastjórar
landshlutasamtakanna
Nýlega hafa verið ráðnir fram-
kvæmdastjórar að fjórum lands-
lilutasamtakanna. Axel Jónsson,
bæjarfulltrúi í Kópavogi, að Sam-
tökum sveitarfélaga i Reykjanes-
umdæmi, Sigfinnur Sigurðsson,
borgarhagfræðingur, að Sambandi
sveitarfélaga í Suðurlandskjördæmi,
Jóhann T. Bjarnason, fyrrv. kaup-
félagsstjóri á ísafirði, að Fjórð-
ungssambandi Vestfirðinga og Ingi-
mundur Magnússon að Sambandi
sveitarfélaga í Austurlandskjör-
dæmi.
Sigfinnur hefur áður verið kynnt-
ur í Sveitarstjórnarmálum, en hinir
verða kynntir hér á eftir.
Axel Jónsson er fæddur í Reykja-
vík 8. júní 1922, lauk gagnfræða-
prófi árið 1938 og hefur unnið ár-
um saman við bifreiðaakstur, verið
starfsmaður og síðan forstöðumað-
ur Sundlauga Reykjavíkur, og vann
nokkur ár á skrifstofu Sjálfstæðis-
SVEITARSTJÓRNARMÁL
flokksins og síðast hjá Almanna-
vörnum.
Axel hefur verið bæjarfulltrúi og
bæjarráðsmaður í Kópavogskaup-
stað síðan 1962 eða í 9 ár. Vara-
alþingismaður samfellt frá árinu
1963 og hefur setið meira og minna
á Alþingi þessi ár.
Kvæntur er Axel Guðrúnu Gísla-
dóttur, og eiga þau tvö börn.
Jóhann T. Bjarnason er fæddur
á Þingeyri 15. febrúar 1929, sonur
Kristjönu H. Guðmundsdóttur og
Bjarna Jóhannssonar þar. Starfaði
hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á Þing-
eyri, unz hann settist í Samvinnu-
skólann, lauk prófi úr framhalds-
deild hans árið 1951. Stundaði síð-
an nám í enska samvinnuskólanum
í eitt ár. Hóf starf við kaupfélaga-
eftirlitið Iijá SÍS, starfaði hjá Kaup-
félagi Hafnfirðinga 1952—1953, var
kaupfélagsstjóri í Vestmannaeyjum
1953—1957 og í Kaupfélagi ísfirð-
inga á ísafirði frá 1957 þar til í
janúarmánuði 1972, er liann setti
upp bókhaldsskrifstofu á ísafirði.
Kvæntur er Jóhann Sigrúnu
Stefánsdóttur frá Hólum í Dýra-
firði, og eiga þau tvo syni.
Ingimundur Magnússon er fædd-
ur á Ingveldarstöðum í Hjaltadal
23. nóvember 1939, sonur Sigríðar
Ingimundardóttur og Magnúsar
Jónssonar, bónda þar. Vann við
landbúnaðarstörf til 1956 og sjó-
mennsku til 1959. Starfaði hjá SÍS
um skeið sumarið 1960, en stund-
aði síðan nám í Búnaðarskólanum
á Hvanneyri 1960—1961. Hóf störf
við lnisasmíðar árið 1961 og síðan
nám, lauk sveinsprófi árið 1966.
Próf frá Meistaraskólanum 1967.
Lærði síðan áætlanagerð og kostn-
aðarreikning hjá fyrirtækinu Reed
í Bretlandi og lauk prófi í því 1968.
Stundaði nám í vinnuhagræðingu
og starfsmatsgerð hér á landi og í
Sviss á vegum Alþýðusambands Is-
lands og íslenzka álfélaginu 1968—
1969, vann við þau störf svo og
starfsmat og mótun bónus-kerfis
hjá frantangreindum aðilum og hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Kvæntur er hann Hafdísi Bene-
diktsdóttur frá Reynihólum í Ytri-
Torfustaðahreppi, og eiga þau
þrjár dætur.