Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Síða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Síða 23
ið 1971, varð fyrir skemmdum af völdum goss- ins, en 4 tommu leiðslan, sem lögð var árið 1968, hélt, þótt yfir hana legðist 50 metra þykkt hraun, og var það ómetanlegt lán í óláni. Gert var við biluðu leiðsluna í febrúar 1974, og var það vel af sér vikið hjá framleiðendum leiðslunnar (N. K. T.) og þeim, sem að verkinu unnu, en áður var talið, að útilokað væri að leggja eða gera við slíka leiðslu nema í beztu veðrum að sumarlagi. Um það bil þriðjungur af dreifikerfinu eyði- lagðist svo og verulegur hluti stofnæðar í Eyjum. Auk þess urðu miklar skemmdir um allan bæ, t. d. frostsprakk um helmingur vatnsmæla á þeim svæðum, sem ekki fóru undir hraun. Það var því mikið verk að koma þessum málum í lag sam- tímis miklum framkvæmdum í nýlögnum. Dvalarheimili aldraðra Elliheimili bæjarins, sem rúmaði 23 vistmenn, fór undir hraun. Allir lögðu áherzlu á, að eldra fólk, bæði það, sem áður bjó á elliheimili bæjarins, og aðrir, ætti þess kost að snúa aftur til Eyja að gosi loknu, ef það óskaði þess. Því var fljótlega tekin sú ákvörðun af Rauða krossi íslands, Hjálparstofnun kirkjunnar og bæjarstjórn Vestmannaeyja að reisa veglegt dval- arheimili aldraðra fyrir gjafafé erlendis frá, sem R. K. í. og H. K. átti að ráða, hvernig varið yrði skv. ósk gefenda. Heimilið, sem hlaut nafnið Hraunbúðir, rúm- ar 41 vistmann í eins og tveggja manna herbergj- um. Það er mjög til fyrirmyndar, sérstaklega i öllu, sem snertir aðbúnað vistmanna. Það var vígt 22. september 1974. Hraunbúðir var fyrsta húsið, sem formlega var ákveðið ,að byggja í Vestmannaeyjum eftir gos og jafnframt fyrsta húsið, sem ákveðið var að reisa í nýja vesturbænum. Eins og áður segir, er dyalarheimilið keypt fyrir erlent gjafafé, en bæjarsjóður sá um og kost- aði jarðvinnu, grunn og plötu. Eítt ár liðið frá goslokum, 3. júlí 1974. Sigurgeir Kristjánsson, þáv. forseti bæjarstjórnar, flytur ávarp af hraunbrúninnl. Sundlaug og íþróttahús í smíðum. Ljósmyndin er tekin 14. des. 8.1. Nýi leikskólinn. „Telescope“-hús í baksýn. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.