Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Síða 8
Féiagsheimilið Stapi.
Fyrsta verk hinnar nýju hreppsnefndar var að
gera samning við þá bræður Karvel og Þórarinn
Ögmundssyni um kaup á rafmagni frá frystihúsi
þeirra bræðra og hefja lagningu raflína um þorpið,
láta bora eftir vatni og setja vatnsveitu í innra og
ytra hverfi, svo og að hefja undirbúning að skóla-
byggingu.
Allt þetta voru stór verkefni fyrir fátækt hrepps-
félag. Fyrsta fjárhagsáætlun hreppsins hljóðaði upp
á 100.127 kr. tekjur, og af þeirri upphæð var kr.
9.800 eða tæpum 10% varið til raflagna og raf-
lýsingar. Svona mætti lengi telja, en uppbyggingin
var hafin og samhugur og samheldni ibúanna átti
sinn stóra þátt í, hve fljótt og vel tókst til.
Félagsmál
Við stofnun hreppsins árið 1942 varð mikil
félagsleg bylting í Njarðvíkum, stofnað var kven-
félag og ungmennafélag. Bæði þessi félög starfa með
miklum þrótti enn þann dag í dag. Félögin hafa
verið mikil lyftistöng í öllu menningarlífi staðarins.
Fyrir tilstuðlan góðra manna fengu félögin
„Krossinn", sem herinn hafði notað sem sjúkraskýli
á stríðsárunum. Var húsið gert að samkomuhúsi og
starfrækt sem slíkt í nokkur ár, eða þar til félags-
heimilið Stapi var tekið í notkun. Félögin tvö ásamt
hreppnum stóðu að og kostuðu byggingu félags-
254 heimilisins, sem er hið myndarlegasta hús. Ung-
mennafélagið hóf snemma framkvæmdir við gerð
íþróttamannvirkja, og var íþróttavöllurinn í Njarð-
vík einn fyrsti grasvöllur á landinu.
í marz s. 1. afhenti ungmennafélagið Njarðvíkur-
kaupstað íþróttamannvirkin til eignar og afnota
fyrir æsku byggðarlagsins.
Kvenfélagið hefur alla tíð beitt sér fyrir ýmsum
líknarmálum. Þeirra stærsta afrek var bygging dag-
heimilis fyrir um 60 börn, sem kvenfélagið ásamt
sveitarfélaginu byggði af miklum myndarskap.
Auk áðurnefndra félaga eru starfandi með
miklum þrótti skátafélag og mjög öflug og velútbúin
hjálparsveit skáta.
Lionsklúbbur Njarðvíkur hefur haldið uppi miklu
starfi og komið mörgu.góðu til leiðar.
Kirkjumálefni
Njarðvík varð sérstakt prestakall á sama tíma og
kaupstaðarréttindin fengust. í prestakallinu eru
tvær sóknir, Innri-Njarðvíkursókn og Ytri-Njarð-
víkursókn.
Innri-Njarðvík er gamall kirkjustaður. Þar mun
hafa verið kirkja allt frá 11. öld, og er þar nú mjög
fögur steinkirkja, sem byggð var fyrir um 90 árum.
Þar var á s. 1. ári vígt glaesilegt safnaðarheimili, sem
notað er til ýmiss konar félagsstarfsemi.
Ytri-Njarðvíkursöfnuður stendur nú í kirkju-
byggingu, og er kirkjan nær fokheld. Þetta er hið
SVEITARSTJÓRNARMÁL