Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Page 10
256
Grunnskólinn og íþróttahúsið.
Skólamál
Eitt af fyrstu verkum hreppsnefndarinnar, sem
kosin var árið 1942, var að hefja undirbúning að
byggingu barnaskóla. Skólinn var vígður 19. des.
1943. Síðan hefur skólinn verið stækkaður tvisvar,
fyrst árið 1958 og aftur nýverið. Nú í haust var síðasti
áfanginn vígður. Skólinn rúmar nú allan grunn-
skólann fyrir Njarðvikur og Hafnir. Nemendur eru
liðlega 400. Skólastjóri er Bjarni F. Halldórsson, en
hann tók við skólastjórn haustið 1973 af Sigurbirni
Ketilssyni, sem hafði verið skólastjóri frá stofnun
skólans.
Njarðvík er aðili að Fjölbrautaskóla Suðurnesja,
sem tók til starfa á s. 1. hausti.
Tónlistarskóli var stofnsettur á þessu hausti og eru
nemendur 68 í vetur. Skólastjóri er Örn Óskarsson,
en auk hans starfa við skólann einn fastráðinn
kennari og stundakennarar.
Hafin var bygging íþróttahúss árið 1964. 1 húsinu
er íþróttasalur 18X34 m að stærð með góðum
áhorfendastæðum. Sundlaug er 8X12 metrar,
gufubaðstofa er í húsinu, minni æfingasalur og sér-
stakur þrekþjálfunarsalur. Sundlaugin var tekin í
notkun árið 1970, en íþróttasalurinn árið 1973.
Ólokið er við búningsklefa fyrir stóra salinn og and-
Sundlaug Njarðvíkur
sveitarstjórnarmAl