Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Qupperneq 11
Kirkjan í Ytri-Njarðvík í smíðum.
dyri. Forstöðumaður hússins er Guðmundur Ó.
Emilsson.
Dagvistunarmál
Kvenfélagið Njarðvík beitti sér fyrir byggingu
dagheimilis og leikskóla. Sveitarfélagið lagði til
lóðina frágengna en kvenfélagið og sveitarfélagið
kostuðu bygginguna að jöfnu. Auk þess unnu kven-
félagskonur mikið sjálfboðastarf við bygginguna.
Formaður kvenfélagsins á þeim tíma var frú
Guðlaug Karvelsdóttir. Á dagvistunarheimilinu eru
nú að jafnaði 60 börn. Forstöðukona er Guðrún
Sumarliðadóttir.
Ekki má gleyma að geta um barnaleikvöll, sem
byggður var í Njarðvík árið 1947. Leikvöllur þessi
þótti þá svo mikil nýjung vegna fjölbreytni og alls
aðbúnaðar, að tekin var kvikmynd af vellinum,
tækjum hans og börnum í leik. Aðalsteinn Hallsson,
kennari, ferðaðist síðan um landið með myndina og
aðstoðaði ýmsar sveitarstjórnir víða um land við
uppbyggingu leikvalla að fyrirmynd Njarðvíkur-
vallarins.
Nú eru tveir leikvellir í Njarðvík, auk smærri
leiksvæða með rólum, söltum o. s. frv.
Félagsheimilió Stapi
1 1 " 1— i..... 1 —
Kvenfélagið, ungmennafélagið og Njarðvíkur-
hreppur stóðu sameiginlega að byggingu félags-
heimilisins. Aðaldriffjöðrin í þeim framkvæmdum
var Ólafur heitinn Sigurjónsson, en hann var um
það leyti formaður ungmennafélagsins og fram-
kvæmdastjóri beggja félaganna vegna reksturs
„Krossins“, gamla samkomuhússins. Hús þetta var
og er enn hið glæsilegasta mannvirki.
Höggmynd af Jóni Þorkelssyni í Innri-Njarðvík, en þar var
Jón fæddur. Ríkarður Jónsson gerðl myndastyttuna. 257
SVEITARSTJÖRNARMÁL