Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Qupperneq 17
móðir Þuríður, talin jafngömul. Aldurinn kem-
ur þó ekki heim við prestsþjónustubækur Hólma
í Reyðarfirði, og mun hún aðeins hafa verið tví-
tug að aldri, þegar hún giftist. Hins vegar var
Mechín systir hennar þá 23 ára.
Þær systurnar höfðu víst átt litla sældardaga
lengstum í æsku. Þeirra finnst fyrst getið í sálna-
registri Hólma 1785, og er Mechín þá fimm ára,
en Þuríður tveggja. Foreldrar þeirra voru Sigfús
Jónsson og Guðrún Jónsdóttir, þá búandi á
Bakkagerði, en höfðu áður búið á Teigargerði.
Er því ekki full vissa, á hvorum bænum Þuríður
er fædd. Fjórum árum síðar er heimilið í upp-
Iausn, og er þá Þuríður tökubarn á Karlsstöð-
um, en Mechín á Stuðlum. Árið eftir er faðir
þeirra orðinn vinnumaður á Teigargerði ásamt
elzta syni sínum, móðir þeirra finnst ekki, en þær
niðursetningar og eru það næstu ár, að svo miklu
leyti sem sjá má af kirkjubókunum, en þær eru
mjög gloppóttar. Árið 1794 t. d. er Þuríður nið-
urseta á Karlsstöðum, lesandi, og 1795 sést Mech-
ín í Sigmundarhúsum, niðursetningur, þá orðin
15 ára. Síðan er löng eyða, en 1802 er Þuríður
komin til Seyðisfjarðar, en Mechín var ýmist á
Reyðarfirði eða Eskifirði, þar til hún giftist á
Eskifirði 23 ára Jóhanni Biering beyki, sem áður
sagði, og eru þau úr sögunni ásamt börnum þeim,
sem hún átti með Óla Möller. En Þuríður er sem
fyrr sagði komin til Akureyrar og sannlega gift
Hans Vilhelm. Voru svaramenn þeirra Jóhann P.
Hemmert kaupmaður og Niels Thysen verzlunar-
stjóri.
í sóknarmannatali Hrafnagilssóknar 1804 eru
þau hjón bæði talin, en þá bregður svo við, að
frúin er kölluð Maren, hvernig sem á því stendur.
Læðist jafnvel að manni sá grunur, að hún hafi
Ukfift #orr Cíjorlrn i til önntuliítcSrt ^Kutcoti, trgnrt af (Sarl fbaajlt.
Séð yfir Eyjafjörð inn til Akureyrar árið 1865. Teikning eftir Oanann Karl Baagöe, og er myndin gerð eftir teikningu, sem
birtist í Dansk lllustrert Tidende árið 1865, og mun ekki hafa birzt annars staðar á prenti fyrr en nú.
SVEITARSTJÓRNARMÁL