Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Page 20
bókaðar voru barnsfæðingar og skírnir, að hafa
sveinbörn sér á síðu og meyjar sér. En nú bregð-
ur svo undarlega við, að sveinbarn það, er Vil-
helmína ól, er talið með meyjunum, og er öll sú
bókun á dönsku, skráð með snarhönd og torlæs
óvönum. Með góðra manna hjálp þykist ég þó
mega lesa, að sveinninn væri skírður eftir afa sín-
um Hans Vilhelm, en faðirinn er tilgreindur ó-
giftur stýrimaður á danska skipinu Prestöe, Mads
Christensen að nafni. Ekki fæ ég séð, hvort hann
skipti sér nokkuð af syni sínum, og þó má það
vera, t.d. er Hans Vilhelm yngri fór til Danmerk-
ur seinna meir.
Presti þótti nú hlýða að setja sviga utan um
orðið Danielsen aftan við nafn Vilhelmínu í
kirkjubókinni. Er hún kölluð ógift á Akureyrar-
kaupstað, og sagt er, að þetta sé beggja foreldr-
anna fyrsta lögmálsbrot, svo að annað hvort hef-
ur aldrei verið talið sannað, að hún hefði „leg-
emlig Omgang" með Thomasi Fogh, ella þá, að
prestur hefur skirrzt við að rifja slíkt upp. Svo
mikið er víst, að hún hafði aldrei alið óskilgetið
barn áður. Skírnarvottar Hans Vilhelms yngra
voru „hr. Capitaine Klaus Brandt á skipinu Prest-
öe og hr. Handelsmand H. W. Lever á Eyjafjarðar-
kaupstað og kona hans C. C. Lever sama staðar."
Enn er Vilhelmína eftir þetta iðulega nefnd
Maddama Danielsen, en gjarna þó aðeins Mad.
Vilhelmína. Sjálf skrifaði hún aðeins Vilhelmína
undir bréf og kærur, rétt eins og Hollandsdrottn-
ing væri, eða þá hin eina og sanna Vilhelmlna.
Árið eftir barnsburðinn, 1834, er hún í mann-
tali prestsins nefnd Md. Vilhelmine Danielsen,
eins og ekkert hefði í skorizt, en þetta ár kom
til Akureyrar Friðrik danaprins, síðar Friðrik
konungur 7., sem hingað var sendur í hálfgild-
ings útlegð fyrir bága hegðun heima fyrir. Var
hann þá orðaður við Vilhelmínu og hefur þá með
meiru runnið á nafnið, því að hann átti aðra Vil-
helmínu heima í Kaupmannahöfn.
Eftir brotthvarf prinsins þarf að hyggja að al-
vöru lífsins. Fráskilin kona með óskilgetið barná
ekki allra kosta völ. En Vilhelmína er hugdjörf
og vill standa á eigin fótum. Þetta sama ár, 1834,
sækir faðir hennar fyrir hennar hönd um kaup
266 á spildu úr Eyrarlandi norðan við hans eigin
lóð utan Búðarlækjar, svo að hún geti komið þar
upp verzlun og veitingasölu. Þessi kaup feng-
ust, og mun hús hennar hafa verið hið sama og
seinna varð íbúðarhús Schiöthsbakarís, en það
hús brann árið 1903. Svo mikið er víst, að í
kirkjubókinni 1838 er hún titluð borgarinna og
1841 handelsborgarinna. Árin 1836-’41 virðist
eftir manntali að dæma dveljast hjá henni kapt-
einn Hans Poulsen Brandt, hver sem hann var
og hvað sem hann var að gera á Akureyri. Að
vísu er hann aðeins nefndur assistent síðasta
dvalarár sitt í bænum, væntanlega hjá Vilhelm-
ínu, og hverfur síðan úr bænum til Kaupmanna-
hafnar.
Árið 1840, eftir fimm ára rekstur, greiðir Vil-
helmína 25 fiska í útsvar og er 10. í gjaldenda-
röðinni, næst fyrir ofan föður sinn. Þremur ár-
um síðar lézt faðir hennar, og má vera, að upp
þaðan hafi hún og Karín stjúpmóðir hennar búið
saman um hríð, og í manntali 1846 eru talin sam-
an K. K. Lever 56 ára, Hans Vilhelm Lever Christ
ensen (aldrei þessu vant kenndur til föður síns)
13 ára og Vilhelmína fædd L.ever 44 ára, borgar-
inna, en einmitt þetta ár selur Vilhelmína fyrr-
verandi mági sínum, Þorsteini Daníelssyni á Skipa-
lóni, verzlun sína og flyzt í Syðra-Krossanes.
Hafði hún með sér son sinn og gerðist þar bú-
andi, en stjúpmóðir hennar var kyrr á Akureyri.
Ekki skorti uppbyggilegt lesefni á heimili Vil-
helmínu í Krossanesi. Segir kirkjubók, að þar
væru til þessar bækur: Vídalínspostilla, Sturms-
hugvekjur, Nýja sálmabókin, sú er kölluð
var Leirgerður, Passíusálmarnir og Bjarnabæn-
ir.
Árið eftir flutning sinn í Krossanes sendi Vil-
helmína son sinn til Kaupmannahafnar, og er
hann þá kallaður námspiltur, en ekki veit ég, hvað
hann skyldi læra. Hann kemur heim aftur frá
Danmörku 1850 og er þá nefnclur assistent, og
hvorki fyrr né síðar fékk hann svo virðulegan
titil. Pétur Guðmundsson segir í annál 19. aldar,
að hann hafi verið lítt að manni, og mun það
rétt, jrví að löngum seinna er hann nefndur „hjá
móður sinni“, jafnvel eftir að hann giftist. Var
hann nú um hríð hjá Karínu stjúpömmu sinni
SVEITARSTJÓRNARMÁL