Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Page 27
NANARA SAMSTARF
BYGGINGARFULLTRÚA
Frá ráðstefnu byggingarfulltrúa 1976
Sambandið hélt tveggja daga
ráðstefnu 11. og 12. maí, sem sér-
staklega var ætluð byggiugarfull-
trúum og öðrum, sem fara með
byggingarmál af hálfu sveitarfé-
laga. Ráðstefnuna sátu nær allir
starfandi byggingarfulltrúar sveit-
arfélaganna, nokkrir oddvitar,
tæknifræðingar og byggingarfull-
trúar landshlutanna, auk embættis-
manna og framsögumanna eða
samanlagt um 70 manns.
Við undirbúning ráðstefnunnar
var haft náið samstarf við þær
stofnanir, sem byggingarfulltrúar
eiga samskipti við, svo sem Skipu-
lagsstjórn ríkisins, Fasteignamat
ríkisins, Húsnæðismálastofnun rík-
isins, Rannsóknarstofnun bygging-
ariðnaðarins, Iðnþróunarstofnun
íslands og Öryggiseftirlit ríkisins.
Fulltrúar þessara stofnana fluttu
framsöguerindi, tóku þátt í umræð-
um og áttu drjúgan þátt i að stuðla
að góðum árangri ráðstefnunnar.
Byggingarlagafrumvarpið
kynnt
í bréfi, þar sem boðað var til
ráðstefnunnar, var þess sérstaklega
getið, að kynntar yrðu á ráðstefn-
unni tillögur, sem uppi væru um
breytingar á verkefnum byggingar-
fulltrúa.
Eftir að Páll Líndal, formaður
sambandsins, hafði sett ráðstefn-
una, flutti Gunnlaugur Finnsson,
formaður Heilbrigðis- og félags-
málanefndar neðri deildar Alþing-
is, framsöguerindi, þar sem hann
gerði grein fyrir þeim verkefnum,
sem byggingarfulltrúum væri ætl-
að að sinna samkvæmt því frum-
varpi til nýrra byggingarlaga, sem
þá lá fyrir Alþingi. Hann gerði
grein fyrir þeim breytingum, sem
væntanlega yrðu gerðar á frum-
varpinu. Frumvarpið myndi svo
verða lagt fram á Alþingi á kom-
andi hausti með þessum breyting-
um.
Samskipti við
skipulagsstjórn
Zóphónias Pálsson, skipulags-
stjóri ríkisins, t-',1aði um samskipti
byggingarfulltrúa og Skipulags-
stjórnar ríkisins, og var það eftir
hádegi fyrri fundardaginn. I há-
degisverði, sem sambandið bauð
til, flutti Þór Magnússon, þjóð-
minjavörður, stutt erindi um varð-
veizlugildi húsa og annarra mann-
í Húsnæðismálastofnun ríkisins. Handan borðsins eru, talið frá vinstri: Jóhannes Pétursson í Ólafsvík, Hörður Harðarson,
tæknifræðingur í Húsnæðismálastofnun, Marteinn Björnsson, Selfossi, Gústaf Jónsson í Garðabæ og Bjarni Pálsson á
Selfossi.
SVEITARSTJÓRNARMÁL