Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Side 28

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Side 28
virkja frá sjónarhóli byggingarlist- ar eða annarra menningarsögu- legra þátta. Hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins Lokaþáttur fyrri fundardagsins var helgaður húsnæðismálum. Nokkrir embættismanna Húsnæðis- málastofnunar ríkisins fluttu þar framsöguerindi um þá þætti í starfsemi stofnunarinnar, sem byggingarfulltrúar eiga aðild að. Af hálfu stofnunarinnar höfðu eft- irtaldir framsögu: Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Haraldur V. Haraldsson, forstöðumaður Tæknideildar, Magnús Ingi Ingvarsson, deildarstjóri Tæknideildar, Hilmar Þórisson, deildarstjóri í Fjármáladeild. Eftir rækilegar umræður var haldið í húsakynni Húsnæðismála- stofnunarinnar að Laugavegi 77, skoðaðar teikningar og starfsað- staða þeirra, sem þar vinna. Að þvi loknu var sezt að sameiginleg- um kvöldverði í boði húsnæðis- málastjórnar. Sigurður Guðgeirs- son, þáv. formaður húsnæðismála- stjórnar, bauð gesti velkomna og lét i ljósi ósk um gott samstarf milli byggingarfulltrúa og starfs- fólks stofnunarinnar. Unnar Stef- ánsson, ráðstefnustjóri, þakkaði af hálfu ráðstefnugesta. Nýskipan fasteigna' skráningar í sömu skoðunarferð var staldr- að við i húsakynnum Fasteigna- mats ríkisins að Lindargötu 46 og húsakynnin skoðuð undir leiðsögn starfsfólks stofnunarinnar. Að morgni siðari ráðstefnudagsin; flutti Guttormur Sigurbjörnsson, forstöðumaður Fasteignamatsins, framsöguerindi, þar sem hann lýsti nýrri löggjöf um skráningu og mat fasteigna, sem samþykkt hafði verið á Alþingi nokkrum dögum áður. Dreifði hann á fundinum sýnishornum af þeim eyðublöðum, sem stofnunin notar við mat mannvirkja í Reykjavík. Guttorm- ur svaraði síðan fyrirspurnum, sem fram voru bornar varðandi breytingar, sem nú verða á verk- sviði byggingarfulltrúa samkvæmt hinum nýju lögum. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Haraldur Ásgeirsson, forstöðu- maður Rannsóknarstofnunar bygg- ingariðnaðarins, flutti erindi um verkefni stofnunarinnar og þá þjónustu, sem völ er á hjá henni, einkum í sambandi við byggingar- efni, bæði til steinsteypugerðar og eins þau margvíslegu nýju efni, sem húsbyggjendum stendur til boða frá innlendum og erlendum framleiðendum. í lok ráðstefnunnar var efnt til ferðar í Keldnaholt, þar sem rannsóknarstofur stofnunarinnar voru skoðaðar. Gengu þátttakend- ur í smáhópum um húsakynnin undir leiðsögn starfsfólks og hlutu greinargóðar upplýsingar um hvað- eina, sem á góma bar. Stöðlun í byggingariðnaði Loks voru á síðari degi ráðstefn- unnar flutt tvö erindi um staðla: Hörður Jónsson, verkfræðingur hjá Iðnþróunarstofnun íslands, flutti erindi um stöðlun í bygging- ariðnaði, þar sem hann gerði grein fyrir hinum ýmsu stöðlum, sem Þátttakendur í skoðunarferð í Rannsóknarstofnun byggingarlðnaðarins á Keldnaholti. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.