Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Síða 36
Áætlanagerð, tæknilegur undirbúningur og um-
sjón vegna leiguíbúðanna reyndist umfangsmeira
verk en ráð var fyrir gert i upphafi. Þá tók tæknideild
upp meiri háttar samstarf við Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins og Iðnþróunarstofnun vegna
ýmissa rannsóknarverkefna, svo sem stöðlun í verk-
lýsingu og útboðsgerð og sundurliðun byggingar-
kostnaðar. Verið er að gera könnun á framleiðslu
byggingarhluta úr gosefnum og þá sérstaklega úr
perlusteini. Hefur tæknideildin áhuga á að gera til-
raunir með perlustein í milliveggjaplötur og ti!
hljóðeinangrunar gólfa. Þá hefur verið unnið að út-
tekt á gerð og framleiðslu einingahúsa úr timbri. Var
slíkt hús hannað í tilraunaskyni til framleiðslu úr
smáum einingum fyrir verkstæði úti á landi með
einfaldan vélakost. Voru 4 hús byggð á síðasta ári
eftir þessum teikningum sem leiguíbúðir fyrir Þör-
ungaverksmiðjuna að Reykhólum.
Þá tók tæknideildin fjölbýlishúsagerðina til at-
hugunar með tilliti til hagkvæmrar uppbyggingar
og fjölbreytilegrar notkunar. Var slíkt hús hannað á
síðasta ári, sem henta mundi verksmiðjuframleiðslu
ýmissa byggingarhluta.
Þá hefur á vegum stofnunarinnar verið unnið að
gerð svokallaðs „húsamatslykils“, en það er mats-
kerfi, sem gera á unnt að meta tæknileg gæði
íbúðarhúsa, þannig að hægt verði í framtíðinni að
gera mun ákveðnari kröfur til tæknilegrar útfærslu
til hagræðis fyrir hönnuði, byggingaryfirvöld og
lánastofnanir.
Á tæknideild er nú unnið að því að safna upplýs-
ingum um byggingarkostnað og byggja upp nokkurs
konar verðbanka, þar sem alltaf verða fyrir hendi
sundurliðaðar upplýsingar um byggingarkostnað
húsa og húshluta.
Stefnt er að því, að niðurstöður kostnaðar vegna
byggingar leiguíbúða og verkamannabústaða skili
sér og verði skrásettar, þannig að úr þeim fáist gott
safn heimilda um einingaverð. Ætti það að auð-
velda gerð framkvæmdaáætlana og stuðla að skyn-
samlegri nýtingu byggingarfjár. Jafnframt komi slík
vitneskja almennum húsbyggjendum að notum.
Verða slíkar kostnaðarupplýsingar veittar hverjum
þeim, sem hyggst ráðast í byggingu íbúðarhús-
næðis. Þá er í ráði að láta staðlaða verklýsingu fylgja
282 hverri hústeikningu sem handbók, til glöggvunar
SVEITARSTJÖRNARMÁL
fyrir húsbyggjendur vegna þýðingarmikilla frá-
gangsatriða.
Virkara eftirlit með húsbyggingum
Það er skoðun okkar, að ein leið til að lækka
byggingarkostnað sé að koma á skipulögðu og virk-
ara eftirliti með byggingarframkvæmdum en oft
hefur verið til þessa. Vel undirbúin framkvæmd með
fyrirframgerðri áætlun skilar ekki tilskildum ár-
angri, nema áætluninni sé fylgt eftir við fram-
kvæmdina með virku og skipulegu eftirliti, þar sem
eftirlitshlutverkið er nægilega vel skilgreint. En á
þessu vill oft verða nokkur misbrestur. Ég tel, að
skilgreina þurfi mun betur en gert er, hverjar séu
almennt starfsskyldur daglegs eftirlitsmanns með
byggingarframkvæmdum. Er hér átt við aðila, sem
starfa við byggingareftirlit umfram byggingarfull-
trúa. Þetta hugtak, byggingareftirlit, virðist vera túlk-
að á ýmsa vegu eftir tegund framkvæmda. Við vega-
og virkjunarframkvæmdir virðist eftirlitshlutverkið
hafa fengið nokkuð fastmótaða skilgreiningu. í hús-
byggingariðnaðinum virðist ekki vera til neitt staðl-
að form fyrir skilgreiningu á starfsskyldum daglegs
eftirlitsmanns með byggingum íbúðarhúsa.
Við teljum hins vegar fulla þörf á slíkri almennri
skilgreiningu og höfum hug á að koma á framfæri
tillögum um slíkt í tengslum við félagslegar íbúða-
byggingar, sem fjármagnaðar eru á vegum Hús-
næðismálastofnunar ríkisins. Slíkur grundvöllur
hlýtur að auka forsendur fyrir því, að byggingar-
yfirvöld geti gengt virkari eftirlitshlutverki og veitt
meira aðhald en ella.
i