Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Side 39
GATNAGERÐAR-
FRAMKVÆMDIR 1976
OG LÁNVEITINGAR
BYGGÐASJÓÐS TIL ÞEIRRA
Hér fer á eftir yfirlit um framkvæmdir við gatnagerð i
þéttbýli utan Reykjavíkur og Reykjaneskjördæmis á árinu
1976 og lánveitingar Byggðasjóðs til þeirra. Ekki eru með
taldir kaupstaðirnir Isafjörður, Akureyri og Vestmanna-
eyjar enda hafa þeir ekki tekið upp gatnagerðargjöld, en
lánveiting Byggðasjóðs er m. a. bundin því skilyrði, at
gatnagerðargjald sé á lagt.
Framkvæmda- Lánveiting
Sveitarfélag kostnaður (M.kr.) árið 1976 (M.kr.)
Akranes 53,3 5,3
Borgarnes 40,4 9,2
Ólafsvík 35,1 8.0
Stykkishólmur 34,5 5,9
Patreksfjörður 28,0 6,0
Flateyri 5,3 2,6
Bolungarvík 5,0 1,3
Hólmavík um 20,5 5,0
Hvammstangi 9,1
Framkvæmda- Lánveiting
kostnaður árið 1976
Sveitarfélag (M.kr.) (M.kr.)
Blönduós 1,0 2,6
Skagaströnd 20,0 2,6
Sauðárkrókur 86,0 11,3
Ólafsfjörður 34,3 4,7
Dalvík 11,9 4,2
Húsavík 60,5 8,8
Þórshöfn 7,6
Vopnafjörður 23,8 1,8
Seyðisfjörður 30,0 4,5
Neskaupstaður 55,3 5,5
Eskifjörður 9,0 1,2
Reyðarfjörður 22,8 2,1
Fáskrúðsfjörður 5,3 1,6
Breiðdalsvík 7,2 1,3
Djúpivogur 12,0 1,3
Höfn í Hornafirði 14,7 1,6
Vík í Mýrdal 3,9 2,3
Hvolsvöllur 17,0 1,8
Hella 25,1 3,0
Stokkseyri 32,8 4,3
Hveragerði 34,5
Selfoss um 50,0 5,2
Þorlákshöfn 18,6
Samtals 814.5 115,0
GATNAGERÐ
Á AUSTURLANDI
SUMARIÐ 1976
Þar sem mikil óvissa var um út-
hlutun á opinberu fé (25% sjóði) til
gatnagerðarframkvæmda, var allur
undirbúningur framkvæmda í seinna
lagi, og m. a. þess vegna minna
framkvæmt en annars hefði verið. 8
sveitarfélög sömdu við Olíumöl h.f.
um kaup á malbiki og oliumöl. Mal-
bikið var lagt út í Neskaupstað, alls á
um 29 þús. fermetra, og mun öll
framkvæmdin hafa kostað um 51,
millj. króna, en Miðfell h.f. sá um út-
lagningu.
Hin sveitarfélögin keyptu nær
eingöngu olíumöl, samtals rúmlega 7
þús. lestir. Var hún framleidd á
Reyðarfirði en steinefnin sótt upp á
Hérað. Voru það kostnaðarsamir
flutningar. Mikið af olíumölinni var
svo flutt á firðina með norsku leigu-
skipi. Verulegt magn á enn eftir að
leggja út af möl Jjessari, m. a. á
Fáskrúðsfirði og á Vopnafirði. Alls
mun hafa verið unnið í varanlegri
gatnagerð fyrir um 170 millj. króna.
Á öðrum þéttbýlisstöðum var nokkuð
unnið að undirbúningi, eða fyrir um
28 millj. króna. Þau sveitarfélög
munu hafa uppi áform um fram-
kvæmdir í varanlegri gatnagerð á
árinu 1977.
Á síðasta aðalfundi Austurfells h.f.
var samþykkt að auka hlutafé þess úr
kr. 5 millj. í kr. 10 millj. Það eru
ofangreind sveitarfélög, sem standa
að þessu fyrirtæki, sem rekur gatna-
gerðarvélar.
Varanlegt slitlag á vegi er einn
merkasti þáttur framfara- og heil-
brigðismála hér í fjórðungnum og
stendur hugur manna til stórræða.
En það er ekki miklu fé úr að spila.
Jóhann Klausen, bœjarstjóri.
285
SVEITARSTJÓRNARMÁL