Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Side 44
UPPGJÖR VIÐ RÍKISSJÓÐ VEGNA
VERKEFNATILFÆRSLUNNAR
Fram hefur komið áður hér í ritinu, m. a. í frásögn
af fulltrúaráðsfundi sambandsins í seinasta tölu-
blaði, að meiningamunur hefur ríkt um það milli
talsmanna sveitarfélaganna annars vegar og fjár-
málaráðuneytisins hins vegar, hvernig fara ætti um
kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs árið 1975 í þeim verk-
efnum, sem færð voru frá ríki til sveitarfélaga með
lögunum, sem um það efni voru sett í lok þess árs.
Fulltrúaráðsfundur sambandsins staðfesti þann
skilning stjórnarinnar, að lögin verkuðu ekki aftur
fyrir sig þannig að ríkissjóður væri með þeim leystur
undan skyldu sinni til að greiða kostnaðarhlutdeild,
sem til féll, áður en þau voru sett s. s. í viðhaldi
skólabygginga og fleiri þáttum, sem lögin náðu til.
Um þetta ágreiningsefni hefur nú tekizt sam-
komulag. Að formi til er það gert milli ríkissjóðs og
Reykjavíkurborgar, að því tilskildu þó, að stjórn
sambandsins mæli með því við önnur sveitarfélög,
að þau fallist á efni þess.
Samkomulagið er fólgið í því, að ríkissjóður greiði
sveitarfélögunum vegna áðurnefndrar ríkishlut-
deildar í umræddum verkefnum á árinu 1975 réttar
300 milljónir króna. Þeirri fjárhæð verði skipt á milli
allra sveitarfélaga landsins í réttu hlutfalli við
íbúatölu þeirra hinn 1. desember 1975 og án tillits til
krafna þeirra hvers og eins um endurgreiðslu vegna
kostnaðarhlutdeildar ríkissjóðs við umrædd verkefni
á árinu 1975.
Fjárhæð þessi, sem nemur 1.370 krónum á íbúa,
verði greidd sveitarfélögunum á fyrsta ársfjórðungi
1977 eða fyrir lok marzmánaðar næstkomandi.
Greiðsla þessi sé lokauppgjör af hálfu ríkissjóðs
vegna kröfugerðar sveitarfélaganna í þessum efnum
og ekki verði um frekari kröfugerð af þeirra hálfu að
ræða í þessu máli.
Stjórn sambandsins samþykkti að mæla með
þessari lausn við sveitarfélögin. Jafnframt lagði hún
til, að þau sveitarfélög, sem ekki fengju með þessari
greiðslu bættan sannanlegan tekjumissi vegna
niðurfellingar á kostnaðarþátttöku ríkisins, sem af
verkefnatilfærslunni leiddi, fengju það, sem á van-
taði, greitt með sérstöku aukaframlagi úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga. Félagsmálaráðuneytið féllst á
þessa tilhögun.
í ljós hefur komið, að 88 milljónir króna þarf að
greiða úr Jöfnunarsjóði til þess að ná framangreindu
marki, að öll sveitarfélög fái bættan tekjumissinn
vegna verkefnatilfærslunnar, og verða þessar
greiðslur sendar sveitarfélögunum fyrstu dagana á
nýbyrjuðu ári.
290
HEMILL Á HÆKKUN
FASTEIGNASKATTSINS
og fasteignatengdra gjalda
Alþingi hefur nú hinn 21. desemb-
er samþykkt breytingar á tekju-
stofnalögunum þess efnis, að á árinu
1977 sé ekki heimilt að hækka gjöld af
fasteignum umfram það, sem leyfi-
legt hefði verið samkvæmt aðalmati
fasteigna, er gilti fyrir 31. desember
1976, að viðbættu 236% áiagi. Heim-
ild þessi tekur einnig til notkunar
fasteignamatsins til ákvörðunar ann-
arra gjalda til sveitarfélaga á árinu
1977, sem reiknuð eru sem hlutfall af
fasteignamati.
Þá er ennfremur bannað að leggja
fasteignaskatt á byggingar á árinu
1977, fyrr en þær hafa verið teknar til
afnota eða eru fullgerðar.
Samkvæmt áðurgreindu laga-
ákvæði og túlkun félagsmálaráðu-
neytisins á því er til þess ætlazt, að
sveitarfélög leggi á fasteignaskatt
ársins 1977 eftir gamla matinu fram-
reiknuðu, þ. e. með stuðlinum 3.36
sbr. auglýsingu ráðuneytisins frá 12.
nóvember s. 1. Gildir þetta bæði um
fasteignaskattinn og öll önnur gjöld,
sem við fasteignamat eru miðuð. Noti
sveitarfélög á hinn bóginn nýja fast-
eignamatið, má fasteignaskattur eða
fasteignatengd gjöld í hverju einstöku
tilviki ekki fara upp fyrir þessa há-
markshækkun.
Þetta ber að hafa í huga í sambandi
við grein Valdimars Óskarssonar
annars staðar í þessu tölublaði.
SVEITARSTJÓRNARMÁL