Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 13
FRÁ SAMBANDI SVEITARFÉLAGA I AUSTURLANDSKJÖRDÆMI Aðalfundur Sambands sveitarfé- laga i Austurlandskjördæmi fyrir árið 1977 var haldinn i barnaskólanum á Hallormsstað dagana 1. og 2. sept- ember þ. á. Fundinn sátu 46 fulltrúar frá 30 af 34 sveitarfélögum i kjördæminu, frá- farandi stjórnarmenn SSA og nokkrir gestir. Fundarstjórar voru þeir Sveinn Guðmundsson, oddviti Hliðarhrepps, Kristján Magnússon, sveitarstjóri á Vopnafirði, og Gunnar Guttormsson, oddviti Tunguhrepps, og fundarrit- arar Steinþór Magnússon á Egils- stöðum, Hrafnkell Björgvinsson, oddviti Fljótsdalshrepps, og Ragnar H. Magnússon, oddviti Eiðahrepps. Erling Garðar Jónasson, oddviti Eg- ilsstaðahrepps, fráfarandi formaður samtakanna, setti fundinn með ræðu og minntist þriggja látinna sveitar- stjórnarmanna og flutti síðan skýrslu um störf stjórnarinnar. Hún hafði haldið 13 fundi á árinu eða fleiri en á öðru ári áður, svo og einn fulltrúa- ráðsfund. Bergur Sigurbjörnsson, framkvæmda- stjóri SSA, gerði grein fyrir ársreikn- ingi samtakanna og fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár, og var hvoru tveggja samþykkt. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar SSA fyrir næsta reikningsár voru 17.9 millj. króna. Ávörp og framsöguerindi Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands islenzkra sveitarfélaga, flutti fundinum kveðjur og fjallaði i ávarpi sínu um stöðu og hlutverk landshlutasamtakanna og samstarf þeirra við landssambandið. Bjarni Einarsson, framkvæmda- stjóri, ræddi i ávarpi um verkefni byggðaáætlanadeildar Fram- kvæmdastofnunarinnar og samskipti hennar við landshlutasamtök og sveitarstjórnir. Reynir Zoega, bæjarfulltrúi í Nes- kaupstað og formaður orkunefndar SSA, flutti framsöguerindi um skipu- lag orkumála á Austurlandi. Margir fundarmanna tjáðu sig um tillögur, sem orkunefndin hafði sent öllum sveitarstjórnum í landshlutanum varðandi hugsanlega skipan orku- málanna. Jóhann Klausen, varaformaður i stjórn SSA, flutti erindi um stöðu landshlutasamtakanna og kynnti til- lögu, sem stjórnin lagði fyrir fundinn um það efni. Steinþór Magnússon, formaður fræðsluráðs Austurlands, gerði grein fyrir helztu störfum fræðsluráðsins á árinu. Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri, fjallaði síðan um fjármál fræðslu- skrifstofunnar og helztu verkefni hennar. Guðmundur Einarsson, forstjóri, kynnti ýmsar hugmyndir um endur- bætur á starfsháttum Skipaútgerðar rikisins. Hjörleifur Guttormsson, formaður Safnastofnunar Austurlands, flutti á fundinum skýrslu um starfsemi SAL og gerði grein fyrir fjárhag hennar. Logi Kristjánsson, bæjarstjóri i Nes- kaupstað, fjallaði um þjónustumið- stöðvar í landshlutunum og gildi þess að bæta aðstöðu hinna dreifðu byggða til þjónustu á hinum ýmsu sviðum heima fyrir. Hörður Þórhallsson, sveitarstjóri á Reyðarfirði, kynnti niðurstöður nefndar, sem fjallað hefur um sorp- eyðingu á vegum SSA. Var það sam- dóma álit nefndarinnar, að heppileg- ast sé að eyða sorpi í brennsluofni og taldi, að stofnkostnaður fyrir 3000 manna byggðarlag myndi vera um 1 millj. króna. Jóhannes Zoega, hitaveitustjóri í Reykjavík, kynnti niðurstöður hug- myndasamkeppni um húsahitun, sem samtökin efndu til. Samþykkt var að veita i verðlaun kr. 200.000 fyrir þá einu tillögu, sem barst í sam- keppninni, en sú var frá Verkfræði- stofunni Hönnun hf. í Reykjavík. Ályktanir fundarins Hér fer á eftir yfirlit um ályktanir þær, sem aðalfundurinn gerði. Birt er fyrirsögn samþykktanna og ýmist gerð grein fyrir efni þeirra í örstuttu máli eða þær birtar í heild. 1. Staða landshlulasamtakanna Rækileg ályktun um stöðu sam- takanna, hlutverk, tekjur, uppbygg- ingu og fulltrúakjör til aðalfunda. 2. Kaup á húsnœði fyrir Frœðsluskrifstofu Auslurlands Samþykkt var að festa kaup á hús- eign nr. 14 við Mánagötu á Reyðar- firði undir fræðsluskrifstofu fjórð- ungsins að því tilskildu, að mennta- málaráðuneytið standi að kaupun- um, skv. lögum um grunnskóla. 3. Ályklun um Skógrœkl ríkisins Skorað var á landbúnaðarráðherra að flytja aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins á Hallormsstað. 4. Útibú frá Hafnamálastofnun Skorað er á samgönguráðherra að stofna útibú frá Hafnamálastofnun ríkisins á Vestfjörðum, á Norðurlandi og á Austfjörðum. 5. Námskeið um sveitarstjórnarmál Samþykkt var að fela stjórn SSA að kanna áhuga á þátttöku í fræðslu- námskeiði um sveitarstjórnarmál á árinu 1978. SVEITARSTJÓRNARMAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.