Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Qupperneq 13

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Qupperneq 13
FRÁ SAMBANDI SVEITARFÉLAGA I AUSTURLANDSKJÖRDÆMI Aðalfundur Sambands sveitarfé- laga i Austurlandskjördæmi fyrir árið 1977 var haldinn i barnaskólanum á Hallormsstað dagana 1. og 2. sept- ember þ. á. Fundinn sátu 46 fulltrúar frá 30 af 34 sveitarfélögum i kjördæminu, frá- farandi stjórnarmenn SSA og nokkrir gestir. Fundarstjórar voru þeir Sveinn Guðmundsson, oddviti Hliðarhrepps, Kristján Magnússon, sveitarstjóri á Vopnafirði, og Gunnar Guttormsson, oddviti Tunguhrepps, og fundarrit- arar Steinþór Magnússon á Egils- stöðum, Hrafnkell Björgvinsson, oddviti Fljótsdalshrepps, og Ragnar H. Magnússon, oddviti Eiðahrepps. Erling Garðar Jónasson, oddviti Eg- ilsstaðahrepps, fráfarandi formaður samtakanna, setti fundinn með ræðu og minntist þriggja látinna sveitar- stjórnarmanna og flutti síðan skýrslu um störf stjórnarinnar. Hún hafði haldið 13 fundi á árinu eða fleiri en á öðru ári áður, svo og einn fulltrúa- ráðsfund. Bergur Sigurbjörnsson, framkvæmda- stjóri SSA, gerði grein fyrir ársreikn- ingi samtakanna og fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár, og var hvoru tveggja samþykkt. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar SSA fyrir næsta reikningsár voru 17.9 millj. króna. Ávörp og framsöguerindi Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands islenzkra sveitarfélaga, flutti fundinum kveðjur og fjallaði i ávarpi sínu um stöðu og hlutverk landshlutasamtakanna og samstarf þeirra við landssambandið. Bjarni Einarsson, framkvæmda- stjóri, ræddi i ávarpi um verkefni byggðaáætlanadeildar Fram- kvæmdastofnunarinnar og samskipti hennar við landshlutasamtök og sveitarstjórnir. Reynir Zoega, bæjarfulltrúi í Nes- kaupstað og formaður orkunefndar SSA, flutti framsöguerindi um skipu- lag orkumála á Austurlandi. Margir fundarmanna tjáðu sig um tillögur, sem orkunefndin hafði sent öllum sveitarstjórnum í landshlutanum varðandi hugsanlega skipan orku- málanna. Jóhann Klausen, varaformaður i stjórn SSA, flutti erindi um stöðu landshlutasamtakanna og kynnti til- lögu, sem stjórnin lagði fyrir fundinn um það efni. Steinþór Magnússon, formaður fræðsluráðs Austurlands, gerði grein fyrir helztu störfum fræðsluráðsins á árinu. Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri, fjallaði síðan um fjármál fræðslu- skrifstofunnar og helztu verkefni hennar. Guðmundur Einarsson, forstjóri, kynnti ýmsar hugmyndir um endur- bætur á starfsháttum Skipaútgerðar rikisins. Hjörleifur Guttormsson, formaður Safnastofnunar Austurlands, flutti á fundinum skýrslu um starfsemi SAL og gerði grein fyrir fjárhag hennar. Logi Kristjánsson, bæjarstjóri i Nes- kaupstað, fjallaði um þjónustumið- stöðvar í landshlutunum og gildi þess að bæta aðstöðu hinna dreifðu byggða til þjónustu á hinum ýmsu sviðum heima fyrir. Hörður Þórhallsson, sveitarstjóri á Reyðarfirði, kynnti niðurstöður nefndar, sem fjallað hefur um sorp- eyðingu á vegum SSA. Var það sam- dóma álit nefndarinnar, að heppileg- ast sé að eyða sorpi í brennsluofni og taldi, að stofnkostnaður fyrir 3000 manna byggðarlag myndi vera um 1 millj. króna. Jóhannes Zoega, hitaveitustjóri í Reykjavík, kynnti niðurstöður hug- myndasamkeppni um húsahitun, sem samtökin efndu til. Samþykkt var að veita i verðlaun kr. 200.000 fyrir þá einu tillögu, sem barst í sam- keppninni, en sú var frá Verkfræði- stofunni Hönnun hf. í Reykjavík. Ályktanir fundarins Hér fer á eftir yfirlit um ályktanir þær, sem aðalfundurinn gerði. Birt er fyrirsögn samþykktanna og ýmist gerð grein fyrir efni þeirra í örstuttu máli eða þær birtar í heild. 1. Staða landshlulasamtakanna Rækileg ályktun um stöðu sam- takanna, hlutverk, tekjur, uppbygg- ingu og fulltrúakjör til aðalfunda. 2. Kaup á húsnœði fyrir Frœðsluskrifstofu Auslurlands Samþykkt var að festa kaup á hús- eign nr. 14 við Mánagötu á Reyðar- firði undir fræðsluskrifstofu fjórð- ungsins að því tilskildu, að mennta- málaráðuneytið standi að kaupun- um, skv. lögum um grunnskóla. 3. Ályklun um Skógrœkl ríkisins Skorað var á landbúnaðarráðherra að flytja aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins á Hallormsstað. 4. Útibú frá Hafnamálastofnun Skorað er á samgönguráðherra að stofna útibú frá Hafnamálastofnun ríkisins á Vestfjörðum, á Norðurlandi og á Austfjörðum. 5. Námskeið um sveitarstjórnarmál Samþykkt var að fela stjórn SSA að kanna áhuga á þátttöku í fræðslu- námskeiði um sveitarstjórnarmál á árinu 1978. SVEITARSTJÓRNARMAL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.