Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Side 15
ERLING GARÐAR JÓNASSON,
rafveitustjóri Austurlands:
RAFORKUMÁLIN
AF SJÓNARHÓLI
AUSTFIRÐINGA
Raforkumálin eða orkumálin, eins og nú er farið
að kalla þennan málaflokk, eru án efa sá mála-
flokkur, sem hvað mest samstaða er um á Austur-
landi, hvort sem um er að ræða þingmenn kjör-
dæmisins eða sveitarstjórnarmenn.
Samstaðan mótast af reynslu þessara aðila.
Reynslu, sem fengin er frá liðnum erfiðleikum,
annað hvort tilbúnum og/eða óviðráðanlegum, sem
þurft hefur að yfirstíga.
Umræðan um þessi mál og erfiðleikana hefur
verið löng og ströng, enda ýmsir orðnir þreyttir af.
En það er víðar en hér, sem menn ræða þessi mál.
Markmið í orkubúskap Austurlands
Saga raforkumála landsmanna hefst með því, að
bjartsýnismaðurinn Reykdal í Hafnarfirði lét
bæjarlækinn knýja vélar Dvergs h/f og lýsa upp
vinnusali fyrirtækisins.
Nágrannar Dvergs fengu brátt að njóta raf-
magnsins til ljósa, en þar með var fyrsta rafveita
landsins til orðin.
Sagan hélt áfram; menn virkjuðu bæjarlækina.
Austfirðingar urðu þar næstir á eftir Reykdal ásamt
Siglfirðingum.
Brátt fór svo, að afl og orka bæjarlækjanna var
ónóg, og víðast varð að grípa til eldsneytisvéla.
Nýsköpun atvinnuveganna hófst. Til að grund-
völlur orkuþarfar atvinnutækjanna væri tryggður,
þótti nauðsynlegt, að ríkið — þjóðin öll — tæki þátt
í rafvæðingu landsins. Fyrst með tengilínum milli
byggðarlaga, síðan héraðsveitum dreifbýlisins og
enn seinna með bæði orkuvinnslu og rekstri þétt-
býlisveitna víða um land, og þá hófst rafvæðing
sveitanna.
Tveimur fyrstu köflum raforkusögunnar er lokið,
og nú erum við í þeim þriðja, með stórvirkjanagerð
og landshlutatengingar sem meginverkefni.
Nú er svo komið, að stór hluti orku fallvatna er
notaður sem hráefni til efnaiðnaðar, og framundan
eru enn stóráfangar í þeirri viðleitni að umbreyta
orkunni í útflutningsverðmæti.
Orkukreppan skall á; og viðhorf manna til nýt-
ingar innlendrar orku gerbreyttust á einni nóttu.
Vinstri ríkisstjórnin var við völd þá nótt, og þegar
gránaði af degi, lá fyrir stefnuyfirlýsing i skýrslu-
formi um, að hverju skyldi stefnt í næstu framtíð.
Núverandi ríkisstjórn tók við völdum og gerði í
sínum samstarfssamningi ráð fyrir, að höfuðmark-
mið í orkumálum landsins yrði að nýta innlenda
orku hvarvetna, sem slíkt væri mögulegt.
Nú hófust allvíðtækar athuganir á orkukostum,
og víða fannst jarðhiti á undarlega skömmum tíma.
Annars staðar var hafizt handa við upphitun með
raforku eða rafhitun aukin allverulega, þar sem hún
var hafin.
SVEITARSTJÓRNARMÁL