Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 25
SÉRA INGIMAR INGIMARSSON, oddviti Vík í Mýrdal: IÐNÞRÓUN I FÁMENNARI ÞÉTTBÝLISSTÖÐUM OG I STRJÁLBÝLI Framsöguerindi á ráðstefnunni um sveitarstjórnir og iðnþróun Þegar haft var samband við mig fyrir nokkru og ég beðinn að flytja erindi á þessari ráðstefnu, færðist ég í fyrstu eindregið undan og taldi mig ekki í stakk búinn að skila slíku svo í lagi væri, gagn að eða ávinningur fyrir ráðstefnugesti. Ég tjáði viðmæl- anda mínum, að betur hæfði, að ég mætti á ráð- stefnunni sem þiggjandi en veitandi, og þóttist ég færa fyrir því nokkur rök. En állinn er háll. Ég var látinn vita af því, að á meðal meiri háttar manna, sem fjölluðu um undirbúning ráðstefnunnar, hefði verið um það rætt, að nauðsynlegt væri, að einhver „fulltrúi aumingjanna“!!! léti hér frá sér heyra. Viðhorf mitt breyttist vitaskuld strax við þessa skýringu. Ég taldi ofur eðlilegt, að þá væri einmitt leitað til mín og lét þegar í stað til leiðast, með það að vísu efst í huga, að aumingi hefði ekki úr svo háum söðli að detta, hvort eð væri. Verkefni byggðastefnu Það mun mála sannast, að það fólk, sem hefur þraukað þorrann og góuna úti á landsbyggðinni, hafi svo sannarlega hlotið í arf þrautseigju feðra okkar og mæðra i ríkum mæli. Geð þess hefur ekki veriö tiltakanlegá áhlaupasamt, en samt þrungið þvílíkri seiglu, að undrun sætir, úr því það unir því áratug eftir áratug að sitja við lakara borð en ýmsir aðrir þegnar þjóðfélagsins. Hér 'er átt við þá mis- munun, sem virðist viðgangast á svo ótal sviðum, ekki aðeins atvinnulega heldur einnig félags- og menningarlega. Strjálbýlisfólkið fer ekki aðeins á mis við þetta og margt fleira, heldur verður það að greiða bæði vörur og ýmsa þjónustu miklu hærra verði en íbúar höfuðborgarsvæðisins. E.t.v. er það einber þrjózka, sem veldur því, að þetta fólk söðlar ekki um. Allt um það ætla ég mér ekki þá dul að gefa á þessu algilda lausn eða einhlíta skýringu, sem fulltrúar þéttbýlis og strjálbýlis gætu sætt sig við. Sannleikurinn er hins vegar sá, að hvorugt getur án hins verið, og það er beggja hagur, að hvorutveggja fái dafnað og lífi haldið. Við því er t.d. ekkert nema gott eitt að segja, að íbúar stærsta þéttbýliskjarna lands okkar eigi völ á ýmsu því, er bregður lit á hversdagsleikann, s.s. leik- húsum, söfnum, kvikmyndum, hljómleikum og úrvali skemmtistaða, svo fátt eitt sé nefnt. En þessu ætti að leitast við að miðla og dreifa út um landsbyggðina í æ ríkari mæli, eftir því sem tök eru á. Strjálbýlið er sannarlega vel að því komið, því enginn má vera þess óminnugur, að hráefnasköpun og framleiðsla lífs- nauðsynja okkar verður hér eftir sem hingað til aðallega í höndum fólksins, sem þar býr. Trauðla þarf um það að fjölyrða, að þeir, sem þá undirstöðu leggja, geri eðlilegar og réttlátar kröfur um að sitja ekki við lakara borð, hvað varðar menningu, heil- brigðisþjónustu og önnur mannréttindi en hinir, SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.