Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Qupperneq 30
I lokin ber mér að geta þess, að starfsmenn
Loranstöðvarinnar á Reynisfjalli vilja gjarnan
dveljast áfram í Vík, ef þeir fengju vinnu við sitt
hæfi. Nýskipuð atvinnumálanefnd Vestur-Skafta-
fellssýslu leggur nú ríka áherzlu á, að þeim sé
skapaður starfsgrundvöllur. I því sambandi má geta
þess, að í athugun er að reisa í Vík verksmiðju til að
draga og einangra rafmagnsvír. Ef úr verður, þá
munu 15—20 manns fá þar atvinnu. Einnig er lögð
áherzla á að efla þann iðnað, sem fyrir er á staðnum,
svo unnt reynist að taka við unga fólkinu, sem bætist
á vinnumarkaðinn.
í Vík hefur ástandið lengi verið á þann veg, eins og
raunar á þeim stöðum, sem svipað eru í sveit settir,
að unga fólkið hefur orðið að hverfa að heiman í
atvinnuleit. Þessi rofnu tengsl við æskustöðvarnar
hafa orðið til þess, að það kernur ekki til baka, heldur
sezt að í þéttbýlinu víðs fjarri heimahögum sínum.
Margt bendir til þess, að mikil breyting sé að verða
til batnaðar í þessum efnum í Vík. Unga fólkið flest
vill dveljast áfram í heimabyggð sinni, ef það fær
starf við sitt hæfi. Þess vegna ríður á að skapa sem
fjölbreyttust starfsskilyrði, og þegar vissu marki er
náð, þá koma aðrir þættir af sjálfu sér, svo sem: bætt
menntunarskilvrði, betri heilbrigðisþjónusta og fjöl-
þættara félagslíf.
Verkefni sveitarstjórna
1 þessu óskipulega erindi hefur lauslega verið leit-
132 azt við að leiða rök að því, að meginuppistaða í
Draumur Skaftfellinga um höfn er
bundinn Dyrhólaey, sem er í baksviði
þessarar myndar, en hún er tekin uppi
á Reynisfjalli, þar sem tíu starfsmenn
úr Vík höfðu fasta atvinnu við
Lóranstöð fram til seinustu áramóta.
Þeir hafa nú misst atvinnuna og flestir
flutzt á brott úr hreppnum. Aðdjúpt er
við Dyrhólaey og hafnaraðstaða talln
góð, en hafnargerð mjög
kostnaðarsöm. Greinarhöfundur, séra
Ingimar Ingimarsson er á myndinni,
sem Unnar Stefánsson tók.
uppbyggingu fámennra þéttbýlisstaða á íslandi eigi
að vera margvíslegur léttur iðnaður. Með því móti sé
unnt að halda vel í horfinu og tryggja jafnframt
búsetu unga fólksins í sinni heimabyggð. í þessum
efnum bíða mikil verkefni, bæði fyrir einstaklinga,
félög og ekki sízt sveitarstjórnir og forráðamenn í
hverri byggð. Einnig ber brýna nauðsyn til, að
Alþingi og ríkisstjórn leggi á það megináherzlu á
næstu árum að beina fjármagni, í formi beinna
styrkja og lána, til iðnaðaruppbyggingar úti á landi.
Það mun tvímælalaust skipta strjálbýlið meira máli
en flest annað.
En fyrst og síðast er það hin andlega fæðan, sem
aldrei má gleymast, því við lifum svo sannarlega ekki
„af brauðinu einu saman.“ Nauðsynleg fræðsla og
heilbrigð menning er sá grunnur, sem mest á riður.
Leiðin til fullkomnunar í þeim efnum og að því
marki verður sjálfsagt torsótt og erfið, og vafalaust
verðum við að sætta okkur við, að á þeirri leið
skiptist á skin og skúrir, hér eftir sem hingað til,
samanber það, sem í vísunni stendur:
„Yfir lifsins leggjabrjót
leið er mörgum gangan.
Stundum fékk ég storm í mót
en stundum sól á vangann.“
Ef við aldrei missum trú á landið og höfund lífsins,
þá mun sigur að lokum.
SVEITARSTJÓRNARMÁL