Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Síða 37
að læknarnir og forsvarsmenn sveitarfélaganna fóru
að berjast fyrir úrbótum, sem urðu til þess, að hafin
var bygging á fyrstu læknamiðstöð í landinu. Hún
tók þó ekki til starfa fyrr en árið 1974 og nefndist þá
heilsugæzlustöð. Strax og hús heilsugæzlustöðvar-
innar var fullbúið, var gamla sjúkraskýlið ásamt
iTsúðum endurbyggt, og eru þar nú um 20 sjúkrarúm
ásamt fæðingarstofu.
Með þessari framkvæmd verður algjör bylting í
allri aðstöðu til heilbrigðisþjónustu og heilsuverndar
á þessu víðlenda svæði.
Stærð húsnæðis heilsugæzlustöðvarinnar er 600
m2, þar af íbúð fyrir afleysingalækni 65 m2. fyrir lyf-
sölu 45 m2 og húsnæði fyrir tannlæknastofu með
tilheyrandi 35 m-. Fyrir almenna heilsugæzlu er um
450 m2 húsrými. I þessu húsnæði er starfsaðstaða
fyrir 2 lækna og hjúkrunarkonu. Þá er þar rann-
sóknarstofa, og starfar þar meinatæknir; einnig er
röntgenstofa, aðgerðarstofa, aðstaða fvrir sérfræð-
inga o. fl., svo sem fyrir læknaritara, móttaka og
biðstofa, svo flest sé talið.
Heilsugæzlusel á Borgarfirði
A Borgarfirði er smá útibú frá stöðinni, heilsu-
gæzlusel, sem er enn í bráðabirgðahúsnæði, ein
stofa ásamt biðstofu, um 20 m2. Þar er ljósmóðir í
hálfu starfi hjá heilsugæzlustöðinni. Þetta 600 m2
húsnæði kostaði, reiknað á núgildandi verðlagi, 95-
100 milljónir króna. Þessi tala er fundin með því að
margfalda raunverulegan byggingarkostnað á
framkvæmdatíma með þeirri hækkun á byggingar-
vísitölu, sem hefur oröiö til dagsins i dag. Kostnaður
við tækjabúnað er 10-11 milljónir króna á raunverði,
eins og tækin kostuðu, þegar þau voru keypt. Þarna
eru ekki meðtalin tannlæknatæki, sem sveitarfélögin
eiga, en leigja tannlækninum.
Samgöngutæki
Heilsugæzlustöðvarinnar
Nú vil ég koma að þvi, sem drepiö var á fyrr, en
það er vandinn i sambandi við víðáttu heilsugæzlu-
umdæmisins. Við þessum vanda er snúizt á þann
veg, að við rekum þrjá sjúkrabílá:
í fyrsta lagi sérbyggðan sjúkrabíl af Volvo-gerð,
sem er i eigu Rauðakrossdeildarinnar á Héraði, en
rekinn af Heilsugæzlustöðinni.
1 öðru lagi á Heilsugæzlustöðin nýja bifreið af
Scout-gerð, sem er innréttuð sem sjúkrabíll. Þessi
bifreið er hugsuð að nokkru sem torfærubíll, en er þó
fremur þýð og mjög góð í akstri.
I þriðja lagi er svo snjóbíll, sem er léttbyggður og
innréttaður til að flytja sjúklinga.
Bílarnir eru allir með talstöðvum. Með þessum
bílum er nokkuð vel séð fyrir samgöngutækjum á
landi. Þó hefur verið lítillega rætt um að kaupa
vandaðan snjósleða. Þegar talað er um samgöngu-
mál á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystra, verður
flugið alltaf mjög í huga manna, enda sívaxandi
þáttur í öllum samgöngum. Ekki er nokkur vafi á
því, að fengjust byggðir fleiri sjúkravellir, mundi það
skapa mun meira öryggi þeim, sem fjærst búa
heilsugæzlustöðvunum og í mörgum tilfellum auð-
velda læknum að komast ferða sinna. Væri hægt að
hafa afnot af þyrlu, gæti það bætt stórlega úr sam-
göngum fyrir lækna, einkum þar sem sjúkravellina
vantar svo tilfinnanlega.
Eins verður svo sérstaklega að geta í samgöngu-
málum okkar, en það er vandinn með vetrarríkið og
snjóinn, sem lokar öllum leiðum marga mánuði á
ári. Þó að snjóbíllinn sé til staðar, þarf meira til, ef
samgöngur eiga að geta talizt viðunandi. Er þar fyrst
að telja, hvað vegirnir í þessu læknisumdæmi eru
viða hörmulega lélegir. Verði þeir ekki endur-
byggðir, þá verða vetrarsamgöngur framvegis mjög
óöruggar.
Gamalt máltæki segir, ,,að það sé of seint að
byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í“.
Hvað getum við gert, sem vinnum að heilsuvernd, til
þess að forða okkur sem lcngst af ævinni frá því að
vcrða sjúkir og þurfa að nota lyf og ganga til lækna
eða að liggja á sjúkrahúsum? Það er enginn vafi á
þvi, að margt er unnt að gera, og við þetta tækifæri
langar mig að minnast á nokkur atriði.
Nú fyrir skömmu sýndi sjónvarpið merkilegt og
mjög þakkarvert framtak, þar sem var námskeið
fyrir þá, sem vildu hætta að reykja. Þessi áróður 139
Heilsuvernd frá
sjónarhóli leikmanns
SVEITARSTJÓRNARMÁL