Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Side 48

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Side 48
GRUNDARHVERFI Á KJALARNESI Bjarni Þorvarðsson á Bakka, oddviti Kjalarneshrepps, segir frá STJÓRNUM Kjalarneshreppur varð skipulags- skyldur á árinu 1963 eða fyrir 15 árum, en þá var farið að bera á til- hneigingu til að skipta jörðum i minni spildur undir íbúðarhús fólks, sem ekki stundaði hinar hefðbundnu atvinnugreinar í hreppnum, heldur sótti atvinnu utan sveitar. Höfuðborgarbyggðin var að teygja arma sína upp á Kjalarnes. Mjólkur- framleiðsla og sauðfjárrækt vék und- an, og sveitarfélagið tók á sig mynd þéttbýlissveitarfélaga i atvinnuhátt- um. Sýnt þótti, að búskapur yrði ekki stundaður nema á fáum býlum, eins og nú hefur raunin á orðið. Hinn 3. október 1969 var haldinn stefnumarkandi fundur um skipu- lagsmál Kjalarneshrepps með skipu- lagsstjóra rikisins, landnámsstjóra og fleirum. Þá hafði Kjalarneshrepp- ur keypt jörðina Lykkju, en að at- huguðu máli þótti heppilegast að velja fyrsta þéttbýliskjarna hreppsins stað í landnámsjörðinni Hofi á Kjalarnesi. Þar munu landkostir snemma hafa verið taldir miklir. Þar bjó fyrstur manna Helgi bjóla, sonur Ketils flatnefs, sem nam Kjalarnes milli Leirvogsár og Botnsár, en hann átti Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnar- sonar i Reykjavík, sem fyrstur byggði ísland. Auk landkosta frá náttúrunn- ar hendi var land þetta að öðru leyti talið heppilegt undir þéttbýli, m. a. vegna nálægðar við þjóðveg, barna- skóla sveitarinnar á Klébergi og ný- legt félagsheimili, Fólkvang. Hrepp- urinn keypti þar 30 ha lands með makaskiptum á árinu 1972, og var fljótlega úr því hafizt handa um skipulagningu þess. Land þetta er vestan Vesturlandsvegar og sunnan gatnamóta að býlunum Jörfa, Lykkju og Arnarholti. Var í fyrstu gert gróft aðalskipulag fyrir 240 ha svæði og miðað við 3000 manna byggð, en siðan ákveðið að gera deiliskipulag fyrir 30 ha lands á jörðinni Hofi, sem hreppurinn hafði þá eignazt, eins og áður sagði. Land þarna þótti ákjósanlegt undir þéttbýli. Þvi hallar niður að sjónum, og þykir landhalli þar vera mjög hæfilegur undir byggð, 1:18 til jafn- Bjarnl Þorvarðsson á Bakka. aðar. Dýpi niður á fast er 1 — 2,5 m svo ekki mun þurfa að sprengja fyrir grunnum. Þegar hverfið verður full- byggt, er gert ráð fyrir, að í þvi verði 151 ibúð, 112 í einbýlishúsum og 39 í raðhúsum, og mun þetta svara til 550 til 600 manna byggðar. Næst Vesturlandsvegi er gert ráð fyrir 5 lóðum undir snyrtilegan iðnað. Með þvi er fyrirhugað bæði að veita ibúum hverfisins atvinnu og eins að veita þvi nokkurt skjól fyrir um- ferðarhávaða frá Vesturlandsvegi. Gerðar verða strangar kröfur um útlit húsanna og umhverfi, miðað við iðnaðarhúsnæði almennt til þessa. Umhverfis byggðina liggur hring- vegur, safnbraut, sem húsagötur tengjast. Innan safnbrautarinnar er þéttasti hluti byggðarinnar, raðhúsin og hluti einbýlishúsanna. Þar á einn- ig að koma verzlun, leikvöllur, barnaheimili, litill skrúðgarður og opið ræktað svæði, sem tengist saman með kerfi göngustiga. Ibúar hverfisins munu þá flestir ekki þurfa að fara yfir umferðargötu til þess að komast í verzlun og að framangreindum stofnunum. Verzlunin er höfð við innkeyrsluna i hverfið til þæginda fyrir þá ibúanna, sem koma akandi utan frá og þurfa að verzla á leiðinni heim. Einnig er haft i huga, að þar geti orðið áningarstaður fyrir þá, sem leið eiga um Vestur- landsveg. Hverfið verður byggt upp i tveimur áföngum og eystri hlutinn tekinn til úthlutunar fyrst. Þar hefir nú verið úthlutað 34 lóðum og fyrstu ibúar hverfisins fluttu í það á seinasta ári. Samtals verða í þessum fyrsta áfanga 42 einbýlishús og 26 ibúðir i raðhús- um eða samtals 68 ibúðir. Liðlega þriðjungur þeirra, sem fengið hafa úthlutað lóðum í hinu nýja byggðar- hverfi, er innansveitarfólk eða fólk, sem á rætur sinar að rekja i Kjalar- neshreppi. Hinir munu flestir vera búsettir í Reykjavik eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Bjarna Þorvarðssonar. Hverfi þetta, sem farið er að kalla Grundarhverfi, hefur skipulagt Sig- urður Thoroddsen, arkitekt á teikni- stofu Skipulags rikisins, en Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen sf. í Armúla 4 annaðist verkfræðistörf við SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.