Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Side 49

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Side 49
það. Félagsmálaráðuneytið staðfesti skipulag hverfisins hinn 30. október árið 1975. Til þess að sinna þörfum þéttbýlis þarf fleira en gott land. Að sögn Bjarna Þorvarðssonar er gott neyzlu- vatn að finna við rætur Esju, og hefur hreppsnefnd þegar látið gera þar vatnsból og leitt vatn að nýja hverf- inu. Rafmagnsveita Reykjavíkur hef- ur nýlega endurnýjað háspennulinu út Kjalarnes og við þá endurnýjun gert ráð fyrir vaxandi byggð á þessum stað. Þá hefur Orkustofnun kannað möguleika á öflun heits vatns handa hinu nýja hverfi, og standa vonir til, að það megi fá með borun í 4 km fjarlægð eða svo. Byggðin er, eins og áður segir, við Vesturlandsveg, sem lagður hefur verið varanlegu slitlagi nær alla leiðina að hinu nýja hverfi. Á árinu 1977 lét hreppurinn vinna að gatnagerð í hverfinu fyrir 10 milljónir króna. Samhliða undirbúningi Grundar- hverfisins hefur hreppsnefnd Kjalar- neshrepps látið vinna að skipulagi fyrir 20 smábýli milli Vesturlands- vegar og Esju. Er þar ráðgert að leyfa á 6 ha spildum byggingu íbúðarhúsa ásamt útihúsum. Um það liggur há- spennuiína, og þar er jarðdýpi víða mikið, þannig að dreifð byggð þykir henta þar. Haukur Viktorsson, arki- tekt hjá Teiknistofunni Arkir hefur gert þetta skipulag og jafnframt frumdrög að landnýtingaráætlun, sem orðið gæti vísir að aðalskipulagi hreppsins. Almennur hreppsfundur var hald- inn að Fólkvangi í Kjalarneshreppi laugardaginn 15. apríl 1978. Sveitar- stjórn lagði fram ársreikninga fyrir árið 1977 og fjárhagsáætlun fyrir árið 1978. Ársreikningarnir höfðu verið sendir öllum gjaldendum hreppsins fyrir fundinn. 1 skýrslu sveitarstjórnar kom fram, að framkvæmdir höfðu verið með mesta móti á árinu 1977. Byggðar voru tvær skólastofur við barnaskólann að Klébergi og sett raf- hitun í allt skólahúsnæðið á staðnum. Kostnaður við þessar framkvæmdir nam á árinu kr. 16 milljónum. Hreppurinn keypti tvær jarðir á árinu, Tindstaði II og Bergvík, sem er á milli Grundarhverfisins og skól- ans á Klébergi. Kaupverð þessara jarða var 30 milljónir. Ákveðið er að selja Tindstaði II ábúanda Ytri- Tindstaða, en halda eítir fjalllendi sem afréttarlandi. I undirbúningi er að leggja vatns- veitu i austurhluta hreppsins, og munu tíu býli njóta þeirrar veitu. „Fyrir rúmlega áratug voru íbúar Kjalarneshrepps komnir niður fyrir 200, en eru nú hinn 1. desember 1977 orðnir 262 eðaeins og þeir hafa flestir orðið á þessari öid, rétt um aldamót- in,“ sagði Bjarni Þorvarðsson á Bakka, „og þeim fjölgar," bætti hann við, er hann hvarf á braut til að sinna erindum sinum i borginni. Ljósmynd af iíkanl af skipulagi hins fyrlrhugaða Grundarhverfis í Kjalarneshreppi, sem nú er í uppbyggingu. Ljósmyndlna af líkaninu tók myndasmiður Morgunblaðsins. SVEITARSTJORNARMAL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.