Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Síða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Síða 50
FORMLEGT SAMSTARF SVEITARFÉLAGANNA í BORGARFJARÐARSÝSLU OFAN SKARÐSHEIÐAR Samtal við Jón Þórisson, oddvita Reykholtsdals- hrepps, formann hinna nýju samtaka. Á árinu 1976 tóku sveitarfélögin í Borgarfjarðar- sýslu ofan Skarðsheiðar upp formlegt samstarf sín á milli. Að samstarfi þessu standa fimm hreppar. Þeir eru Andakíls-, Skorradals-, Lundarreykjadals-, Reykholtsdals- og Hálsahreppur. Ibúatala hreppanna hinn 1. desember 1977 var sem hér segir. Andakílshreppur ..................... 263 íbúar Skorradalshreppur...................... 68 íbúar Lundarreykjadalshreppur................119 íbúar Reykholtsdalshreppur ................ 324 íbúar Hálsahreppur ..........................106 íbúar eða samanlagt 880 íbúar Fimm hreppsnefndarmenn eru í hverjum hreppi eðasamtals 25 hreppsnefndarmenn á svæðinu. Þeir komu saman til fundar í félagsheimilinu Brún í Jón Þórisson oddviti Reykholtsdals- hrepps. Andakílshreppi vorið 1976, og var þá einróma sam- þykkt að koma á formlegu alhliða samstarfi milli hreppanna um hin ýmsu viðfangsefni, sem heppilegt væri að vinna að sameiginlega. Ákveðið var á fundinum að kjósa þessum sam- tökum stjórn. Skyldu oddvitar hreppanna vera sjálfkjörnir í hana. Formaður samtakanna var kosinn Jón Þórisson, oddviti Reykholtsdalshrepps. Árið 1969 var haldinn fundur með hreppsnefnd- um sömu hreppa um hugsanlega sameiningu þeirra, og eru hrepparnir i 9. athugunarsvæði í skýrslu Sameiningarnefndar sveitarfélaga í Handbók sveit- arstjórna númer 7, sem fylgdi Sveitarstjórnarmálum á árinu 1969. „Þetta er allt annað líf, síðan þetta samstarf komst á,“ sagði einn af oddvitum samstarfshreppanna fyrir nokkru. Þú ættir að ná í hann Jón Þórisson og biðja hann að segja frá þessu í Sveitarstjórnarmálum,“ bætti hann við. Þegar Jón Þórisson átti síðan leið til okkar, báðum við hann að verða við þessum tilmælum. — Hver voru tildrögin að þessu formlega sam- starfi, Jón? „Hrepparnir, sem um er að ræða, hafa um nokkurt árabil staðið sameiginlega að rekstri barna- skólans á Kleppjárnsreykjum, sem nú heitir reyndar grunnskóli, og Andakílsskólans, sem starfar á Hvanneyri. I þessu samstarfi höfum við fundið, að þessir hreppar eiga sér í raun mun fleiri sameiginleg hagsmunamál heldur en skólamálin. Má þar til nefna samgöngumál, öryggismál eins og eldvarnir, atvinnumál, sem betra væri að vinna að sameigin- lega heldur en hver í sínu lagi. I rauninni má lita á svæðið sem eina heild, a. m. k. landfræðilega.11 SVEIT ARSTJÓRN ARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.