Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Qupperneq 55
NORRÆNA SVEITARSTJÓRN-
ARRÁÐSTEFNAN 1978
Norræna sveitarstjórnarráðstefnan
verður í ár haldin í ráðstefnumiðstöð
Norræna félagsins, Bohusgárden í
Uddevalla í Sviþjóð dagana 30.
október til 3. nóvember.
Á ráðstefnunni verður rætt um
málefni aldraöra á níunda áralugnum.
Vísað er til þess, að fjölgun aldraðra
kalli á hliðstæð viðbrögð hvarvetna á
Norðurlöndum næsta áratuginn.
Sveitarstjórnir sjái fram á vaxandi
verkefni við að búa gamla fólkinu
sem bærilegast ævikvöld. Margt er á
döfinni í þessum efnum og margar
Bæjarstjórn Isafjarðar hefur kjörið
Ragnar H. Ragnar heiðursborgara
kaupstaðarins fyrir þrjátíu ára starf
að tónlistar- og söngmálum í bænum.
ólíkar hugmyndir uppi varðandi for-
sjá aldraðra. Hugmyndin sé að miðla
milli norrænna sveitarstjórnarmanna
þessum hugmyndum og að endur-
skoða þær í ljósi nýjustu rannsókna á
sviði öldrunarmála. Hér sé um að
ræða svo mikilsverðan og vaxandi
málaflokk hjá sveitarfélögum, að
ástæða þyki til að taka hann til sér-
stakrar meðferðar á sameiginlegri
ráðstefnu norrænna sveitarstjórnar-
manna, eins og segir í bréfi, þar sem
Sænska sveitarfélagasambandið boð-
ar til ráðstefnunnar.
1 tilefni heiðursborgarakjörsins var
Ragnari haldið fjölmennt hóf i hús-
næði Menntaskólans á Isafirði hinn
27. mai s.l.
Hverju Norðurlandanna stendur
til boða að eiga á ráðstefnunni allt að
20 þátttakendur að meðtöldum eig-
inmönnum eða eiginkonum þátttak-
enda. Þátttökugjald er 1000 sænskar
krónur og greiðsla fyrir fæði og gist-
ingu 850 s.krónur eða samtals 1850
sænskar krónur.
Stjórn Sambands íslenzkra sveitar-
félaga hefur ákveðið að taka nokkurn
þátt í kostnaði íslenzku þátttakend-
anna með þvi að bjóða fram ferða-
styrk að tilskildu jafn háu framlagi
hlutaðeigandi sveitarfélags.
Umsóknir um þátttöku og jafn-
framt ferðastyrk sendist skrifstofu
Sambands íslenzkra sveitarfélaga
fyrir 15. september.
Ragnar H. Ragnar er fæddur á
Ljótsstöðum í Laxárdal 28. septem-
ber 1898, stundaði tónlistarnám í
Kanada í mörg ár og var tónlistar-
kennari þar og i Bandaríkjunum ára-
bilið 1923—1948, nema hvað hann
gegndi herþjónustu i her Bandaríkj-
anna á árunum 1942—1945 og var
trúnaðarmaður Bandaríkjahers hér á
landi á árunum 1943— 1945. Ragnar
varð skólastjóri Tónlistarskóla Isa-
fjarðar á árinu 1948 og hefur verið
það siðan. Jafnframt hefur hann ver-
ið kennari við gagnfræða- og barna-
skólann á Isafirði og um skeið organ-
isti í Isafjarðarkirkju. Ragnar stjórn-
aði söngflokkum vestanhafs, m.a. í
Winnipeg, og síðan um langt skeið
Karlakór Isafjarðar og Sunnukórnum
á Isafirði. Hann hefur verið fram-
kvæmdastjóri Tónlistarfélags Isa-
fjarðar frá árinu 1963.
Eiginkona Ragnars H. Ragnar er
Sigriður Jónsdóttir frá Gautlöndum í
Mývatnssveit.
Ragnar H. Ragnar er annar
heiðursborgarinn í 192 ára sögu
kaupstaðarins og 112 ára sögu bæjar-
stjórnar á Isafirði. Hinn fyrri var
Jónas Tómasson, sem gerður var
heiðursborgari árið 1960, einnig fyrir
störf að tónlistarmálum, en hann var
m. a. organisti við Isafjarðarkirkju í
meira en hálfa öld.
Ragnar H. Ragnar veitir viðtöku heiðursborgarabréfinu úr hendi Guðmundar
Ingólfssonar, forseta bæjarstjórnar (safjarðar, hægra megin á myndinnl. Úlfar
Ágústsson tók Ijósmyndina.
RAGNAR H. RAGNAR
HEIÐURSBORGARI
ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐAR
SVEITARSTJÓRNARMÁL