Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Side 8
LANDSÞING
arstjórnarlaganna, þar sem ríkis-
valdið viðurkennir Samband ís-
lenzkra sveitarfélaga sem sameig-
inlegan málsvara sveitarfélaganna
í landinu og kvað það i fyrsta
skipti, sem slík viðurkenning feng-
ist að formi til.
Að loknum nokkrum umræðum
var þinghaldi frestað til næsta
dags.
Sveitarfélögin og
gróöurvernd
Ingvi Þorsteinsson, magister, og
Sigurdur Blöndal, skógræktar-
stjóri ríkisins, fluttu að morgni
annars þingdagsins framsöguer-
indi um sveitarfélögin og gróður-
vernd.
Ingvi kvað gróðureyðingu vera
eitt helzta vandamál íslendinga
um þessar mundir, enda hefði það
verið viðurkennt með þjóðargjöf-
inni 1974. Nýtanlegt gróðurlendi
kvað hann nú aðeins 15-20% af
því, sem var á landnámsöld, gróð-
urlendi hefði minnkað úr 70 þús.
ferkm. í 25 þús. ferkm. og skóg-
lendi úr 25 þús. ferkm. i 1250
ferkm. Þótt mikið hafi áunnizt með
landgræðslu á okkar tímum, tapast
þó enn meira land en vinnst, sagði
hann. Skoraði framsögumaður á
sveitarstjórnir að taka höndum
saman við Landgræðslu ríkisins
um átak í þessum málaflokki með
virkri beitarstjórn, sem hann kvað
fljótvirkustu leiðina til árangurs.
Sigurdur Blöndal kvað fráleitar
þær fullyrðingar, sem oft væru
hafðar á lofti um óspillta náttúru á
íslandi, náttúra landsins væri
spilltari heldur en í nokkru öðru
nálægu landi og kvað landið gróð-
urfarslega í tötrum. Hvatti hann til
samstarfs sveitarfélaga við áhuga-
mannafélög um skógrækt eins og
ýmis sveitarfélög hefðu átt.
Þingfulltrúar spurðu framsögu-
menn nánar um mörg atriði í máli
þeirra, en fögnuðu málflutningi
þeirra vel í lokin.
Vistlegri vetrarbyggóir
Þorvaldur S. Þorvaldsson, for-
stöðumaður Borgarskipulags
Reykjavíkur, sagði frá ráðstefnu,
er hann sat í Kanada sl. vetur um
leiðir til þess að gera borgir á
norðlægum slóðum vistlegri að
vetri til, m.a. með yfirbyggðum
torgum og stórum gegnsæjum
þökum á byggingum, þar sem
grænum gróðri væri við haldið all-
an ársins hring. Sýndi framsögu-
maður myndir máli sínu til stuðn-
ings og hvatti til þátttöku íslend-
inga í samstarfi hinna norðlægu
bæja m.a. með því að bjóða til
slíkrar ráðstefnu hér á landi á
næsta áratugi.
Stjórnsýsla ríkis í héraói
Steingrímur Gautur Kristjáns-
son, borgardómari, fjallaði um
stjórnsýslu ríkisins í héraði, eink-
um hlutverk sýslumanna eftir þær
breytingar, sem gerðar hefðu ver-
ið með nýju sveitarstjórnarlögun-
um. Steingrimur var formaður
endurskoðunarnefndar sveitar-
stjórnarlaga, og kynnti hann skip-
an stjórnsýslu í ýmsum ríkjum,
sem nefndin hafði aflað sér upp-
lýsinga um. Gerði hann grein fyrir
hugsanlegri skipan á umboðs-
stjórn ríkismálefna í héruðum ann-
ars vegar miðað við tvö stjórn-
sýslustig og hins vegar miðað við
þrjú.
Fram kom, að sambandið myndi
fljótlega gefa út í flokki fræðslurita
greinargerð eftir Steingrím Gaut
um þetta efni.
Að loknum umræðum svaraði
hann fyrirspurnum þingfulltrúa.
Nefndir störfuðu síðan síðari
hluta dagsins.
Kvöldveróarhóf
borgarstjórnar og
félagsmálaráðherra
Að kvöldi þessa annars þing-
dags bauð félagsmálaráðherra
og borgarstjórn Reykjavíkur þing-
fulltrúum, mökum þeirra og gest-
um þingsins til kvöldverðarhófs I
Súlnasal Hótel Sögu. Þar flutti
Alexander Stefánsson, félags-
málaráðherra, ávarp, Kristin
Thorlacíus, oddviti Staðarsveitar,
þakkaði af hálfu gesta, og Brynj-
ólfur Þorsteinsson, hreppsnefnd-
armaður í Sandvíkurhreppi, flutti
minni Reykjavíkur og rifjaði upp
kynni sín af Reykjavík fyrr og síð-
ar. Magnús L. Sveinsson, forseti
borgarstjórnar, stýrði hófinu.
Undir borðum söng Kristinn Sig-
mundsson, óperusöngvari.
Varsíðan stiginn dans um stund.
Álit umhverfisnefndar
Að morgni síðasta þingdagsins
skiluðu nefndir niðurstöðum sín-
um.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarfulltrúi í Reykjavik, mælti
fyrir áliti umhverfismálanefndar
þingsins. Síðan urðu umræður um
það. M.a. bar Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, borgarfulltrúi, fram
viðaukatillögu um skipulagsmál,
sem borin var upp ásamt áliti
nefndarinnar. Var hvorutveggja
samþykkt samhljóða.
Álit þingsins varðandi umhverf-
is- og skipulagsmál fer hér á eftir:
Heildarstefna í
umhverfismálum og
mengunarvörnum
XIII. landsþing Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga skorar á Al-
þingi og ríkisstjórn að beita sér
fyrir því, að mörkuð verði heildar-
stefna í umhverfismálum og
mengunarvörnum. Við þá stefnu-
mörkun verði eftirfarandi haft að
leiðarljósi:
- Yfirstjórn helztu málaflokka á
sviði umhverfisverndar verði
sameinuð í einu ráðuneyti, en
falli ekki undir 8 ráðuneyti, eins
og nú er.
222 SVEITARSTJÓRNARMÁL