Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Síða 23
ISLENSKT SEMENT
HÆFIR ÍSLENSKUM AÐSTÆDUM
Allt f rá upphafí hefur Sementsverksmiðja ríkisins kappkostað að
íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aðstæðum.
FRAMLEIÐSLA
SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS framleiðir:
Portlandsement í venjulega steinsteypu.
Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt.
Pozzolansement í steypu sem má harðna hægt en verður
að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað í stíflur,
brýr og hafnarmannvirki).
STYRKLEIKI
Portlandsementið er framleitt í samræmi við íslenskan
sementsstaðal IST 9.
Styrkleiki sements er aðaleiginleiki þess.
Styrkleiki íslensks Portlandsements:
Styrkleikikg/sm2eftir 3daga 7daga 28daga
Portlandsement 250 350 500
Lágmarkskrafa IST 9 175 250 350
GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR
HÚSBYGGJENDUR
• Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé
gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með-
höndlasteypuna.
• íslenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalí-
hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn getur ónýtt
þessa vörn. Hvers konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur
og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmdum í
steinsteypunni.
• Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns fram yfir það,
sem nauðsynlegt er, rýrir endingu hennar.
• Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin.
Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns fram yfir
það sem steypuframlc. iðandinn gefur upp.
• Hlífið nýrri steypu við örri kólnun. Einangrið lárétta fleti
og sláið ekki frá mótum of snemma. Annars getur
steypan enst verr vegna sprungumyndana.
• Leitiðávalltráðgjafarhjásérfræðingum efþiðætliðað
byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri
ending bætirfljótt þann kostnað.
SEMENTSVERKSMIÐJA
RÍKISINS