Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Page 27

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Page 27
SAMTALIÐ Hjalteyri á sildarárunum. Bátaraó landa sumariö 1958, bædi vid söltunarbryggjuna og löndunarkrana síldarverksmiöjunnar. Gunnar Ragnarsson tók myndina. — Hver annast fiskvinnslu á staðnum? ,,Kaupfélag Eyfirðinga setti á stofn fiskmóttöku í húsnæði, sem hreppurinn átti á staðnum, og keypti allan fisk, sem landað var. Einnigvar fluttur fiskur frá Dalvík og verkaður í skreið og salt. Starfsemin jókst smám saman, og á síðastliðnum árum hafa unnið þar 10-30 manns að staðaldri. Unglingar hafa fengið þar vinnu yfir sumarið, og nú er þar orðin aðalskreiðar- framleiðsla Kaupfélags Eyfirðinga svo og skreiðargeymsla. Er þangað flutt skreið til geymslu bæði frá Hrísey og Grímsey. Geymslurými í verksmiðjuhúsunum er 48 þúsund rúmmetrar, svo þau henta vel til þeirra hluta." - Hefur hreppurinn mikið umleikis á Hjalteyri? „Hreppurinn hefur lagt fjármagn bæði sitt eigið og lánsfé í nýja vatnsveitu, sem lögð var á staðinn á sl. ári. Hún er um 4 km á lengd. öll hús á Hjalteyri voru tengd við hana svo og fjögur sveitabýli. Hún kostaði um 2,2 millj. króna. Á sl. sumri var lagður nýr vegur frá Ólafsfjarðarvegi til Hjalteyrar, um 3,5 km langur, og í sumar hefur verið lagt á hann bundið slitlag. Bætir þetta hvoru tveggja aðstöðu fólksins á staðnum og auðveldar einnig fiskflutninga frá Dalvík til vinnslu á Hjalteyri.” — Hvernig er hafnaraðstaðan á Hjalteyri? ,,Að undanförnu hefur verið unnið að því að fá byggðan sjóvarnargarð utan á eyrina, og á hann að verja eyrina og vitana, sem á henni eru, skemmdum, því að sjór hefur brotið land upp að tveimur vitum, sem þar eru. Er annar flugradíóviti, sem er aðflugsviti á Akureyrarflugvöll. Unnið var að þessu verki á sl. sumri fyrir 700 þúsund krónur, og mun verkið vera um það bil hálfnað. Pá var á sl. sumri byggður frystiklefi með nýjum frystivélum. Hann byggðu fjórireinstaklingar, oger þar bæði geymd beita og frystur fiskur, pakkaður og seldur. Frá Hjalteyri eru gerðar út um tuttugu trillur, þetta frá tveggja til sex tonn að stærð. Eru þær flestar í eigu heimamanna, en nokkrar í eigu Akureyringa, sem gera þær út á sumrin." - Er grunnskóli á Hjalteyri? „Grunnskóli Arnarneshrepps stendur rétt ofan við SVEITARSTJÓRNARMÁL 241

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.